Aron Kristjánsson: Afsakanir mega bíða þar til eftir mót Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 19:30 „Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
„Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira