Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013 | Svona voru efstu tíu sætin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 14:28 Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins á árlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í kvöld. Gylfi Þór fékk 446 stig í kjörinu. Í öðru sæti með 288 stig var frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson kom þar á eftir með 236 stig. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins 2013 en sá árangur þess að komast í umspil um sæti á HM 2014 í Brasilíu er sá besti frá upphafi. Þá var Alfreð Gíslason kjörinn þjálfari ársins, annað árið í röð, en hann stýrir þýska handknattleiksliðinu Kiel.Íþróttamaður ársins: 1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig 2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig 3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig 4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig 5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig 6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig 7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig 8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig 9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig 10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig 11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig 12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig 13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig 15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig 16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig 17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig 18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig 19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig 20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig 21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig 22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig 23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig Lið ársins: 1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig 2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig 3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig Þjálfari ársins: 1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig 2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig 3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stigMynd/VilhelmGylfi Þór fór mikinn með íslenska karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Liðið mætti Króatíu í tveimur umspilsleikjum en mátti játa sig sigrað. Gylfi styrkti einnig stöðu sína hjá Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á árinu. Hann spilaði mikið með liðinu síðari hluta tímabilsins 2012-2013 og hefur verið í aðalhlutverki með liðinu í undanförnum leikjum. Gylfi gat ekki verið viðstaddur kjörið í kvöld þar sem Tottenham mætir Stoke á morgun á White Hart Lane. Gylfi er uppalinn FH-ingur líkt og handknattleikskappinn Aron Pálmarsson sem vann titilinn í fyrra.Kjörið fór fyrst fram árið 1956 og þetta er því í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins. 25 af 26 félögum í SÍ nýttu atkvæðisrétt sinn að þessu sinni.Nordicphotos/AFPNordicphotos/GettyNordicphotos/AFPNordicphotos/AFP
Fótbolti Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira