„Ekki það heimsk að ég átti mig ekki á muninum á karla- og kvennafótbolta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2013 15:45 Seger (fyrir miðju) ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mynd/Instagram „Ég bið þig um að bera virðingu fyrir kvennaknattspyrnu en umfram allt hugsa til þess að það eru margar fimm ára stelpur með sama draum og ég átti á sínum tíma.“ Þannig hljóðar niðurlag í skilaboðum sem Caroline Seger sendir Zlatan Ibrahimovic á Instagram síðu sinni í dag. Skilaboðin í heild sinni má sjá hér að neðan á frummálinu. Seger, sem er 28 ára og hefur spilað 112 landsleiki fyrir Svía, er líkt og svo margir ósátt við ummælin sem skærasta stjarnan Svía lét falla í viðtali við Expressen á jóladag. Þar sagðist Zlatan vera þreyttur á væli í kjölfar þess að landsleikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins fékk bíl að gjöf ólíkt því sem tilfellið var þegar landsleikjametið var bætt í kvennaliðinu. Sagðist Zlatan geta áritað reiðhjól fyrir konurnar og þær ættu að vera sáttar við það. Hafa fjölmargir gagnrýnt Svíann fyrir skoðun hans. „Þegar ég var fimm ára þá dreymdi mig um að spila með landsliðinu. Nú á 28. aldursári hef ég spilað fyrir þjóð mína í níu ár. Á ferli mínum hef ég orðið vitni að því að kvennafótboltinn hefur blómstrað,“ segir Seger. Miðjumaðurinn, sem leikur með Tyresö í heimalandinu, segist aldrei á ferli sínum hafa orðið eins mikið niðri fyrir og þegar hún las ummæli Zlatan. Frægasta íþróttamanns Svía í lengri tíma og fyrirmynd unga fólksins í Svíþjóð og víðar. „Ég hef aldrei beðið um að vera borin saman við karlmenn og ég er ekki það heimsk að ég átti mig ekki á muninum á karla- og kvennafótbolta. Hins vegar á að bera virðingu fyrir kvennafótbolta og fólkinu sem setur alla sína orku í að iðka íþróttina sem það elskar.“ Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
„Ég bið þig um að bera virðingu fyrir kvennaknattspyrnu en umfram allt hugsa til þess að það eru margar fimm ára stelpur með sama draum og ég átti á sínum tíma.“ Þannig hljóðar niðurlag í skilaboðum sem Caroline Seger sendir Zlatan Ibrahimovic á Instagram síðu sinni í dag. Skilaboðin í heild sinni má sjá hér að neðan á frummálinu. Seger, sem er 28 ára og hefur spilað 112 landsleiki fyrir Svía, er líkt og svo margir ósátt við ummælin sem skærasta stjarnan Svía lét falla í viðtali við Expressen á jóladag. Þar sagðist Zlatan vera þreyttur á væli í kjölfar þess að landsleikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins fékk bíl að gjöf ólíkt því sem tilfellið var þegar landsleikjametið var bætt í kvennaliðinu. Sagðist Zlatan geta áritað reiðhjól fyrir konurnar og þær ættu að vera sáttar við það. Hafa fjölmargir gagnrýnt Svíann fyrir skoðun hans. „Þegar ég var fimm ára þá dreymdi mig um að spila með landsliðinu. Nú á 28. aldursári hef ég spilað fyrir þjóð mína í níu ár. Á ferli mínum hef ég orðið vitni að því að kvennafótboltinn hefur blómstrað,“ segir Seger. Miðjumaðurinn, sem leikur með Tyresö í heimalandinu, segist aldrei á ferli sínum hafa orðið eins mikið niðri fyrir og þegar hún las ummæli Zlatan. Frægasta íþróttamanns Svía í lengri tíma og fyrirmynd unga fólksins í Svíþjóð og víðar. „Ég hef aldrei beðið um að vera borin saman við karlmenn og ég er ekki það heimsk að ég átti mig ekki á muninum á karla- og kvennafótbolta. Hins vegar á að bera virðingu fyrir kvennafótbolta og fólkinu sem setur alla sína orku í að iðka íþróttina sem það elskar.“
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira