Ekkert, Eggert Örn Bárður Jónsson skrifar 2. janúar 2013 06:00 Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar