Gróðavegur – 3,5% afnotagjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun