Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar