Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun