Endurnýja þarf stjórnsýsluna Haukur Arnþórsson skrifar 10. janúar 2013 06:00 Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í nýútkomnu hausthefti veftímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist samantekt greinarhöfundar og Ómars H. Kristmundssonar prófessors á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum um stöðu rafrænnar stjórnsýslu íslenska ríkisins (sjá www.stjornmalogstjornsysla.is). Gögnin sýna að forsendur hennar (menntun, fjarskipti o.fl.) mælast mjög ákjósanlegar eða svipaðar og hjá hinum norrænu ríkjunum og almenningur notar netið meira en aðrir og hefur óskað eftir aukinni rafrænni þjónustu um árabil. Þá nýta Íslendingar sér félagsmiðla meira en aðrar þjóðir og virðast reiðubúnir til þess að taka þátt í gagnvirkum samskiptum við yfirvöld um eigin málefni og málefni samfélagsins. Að þessu leyti er staðan afar góð og Ísland gæti tekið sér leiðandi stöðu á heimsvísu. Staða rafrænnar stjórnsýslu Hins vegar sýna gögnin að rafræn stjórnsýsla ríkisins er á heildina litið ófullburða og á þróunarstigi sem hefði þótt gott um síðustu aldamót. Hún er verulega styttra komin en hjá hinum norrænu þjóðunum, í öftustu röð meðal Evrópuríkja og jafnvel aftarlega í ríkjahópi Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Þetta á bæði við um stöðu og umfang einstakra þjónustuþátta og þróunarstig þjónustunnar, sem mælir einkum samþættingu og samráð við almenning. Ójafnvægið milli framboðs á rafrænni stjórnsýslu og eftirspurnar almennings á sér ekki hliðstæðu meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sjá mynd 1. Annars staðar á Norðurlöndunum er ákveðið samræmi milli reiknaðra mælistærða í því efni þannig að framboðið er ávallt heldur meira en eftirspurnin og hjá áhugasömum ríkisstjórnum, svo sem í Bandaríkjunum og Bretlandi, er framboðið umtalsvert meira en eftirspurnin. Samþætting upplýsinga og þjónustu Ríkið hefur ekki samþætt upplýsingar og þjónustu og því smádregist aftur úr nágrannaþjóðunum (sjá mynd 2). Það er gert með myndun nýrra skipulagseininga og -forma, aukinni miðstýringu og stöðlun. Því sækir það sér ekki alla mögulega hagkvæmni t.d. með því að hindra tvítekningar opinberra skráningaratriða. Dreifð uppbygging upplýsingakerfa ríkisins getur ekki veitt því sjálfu, atvinnulífinu eða almenningi þær samþættu upplýsingar og þjónustu sem hann þarf á að halda og á rétt á í lýðræðislegu nútímasamfélagi. Þá þarf samþættingu til þess að mynda nýjar upplýsingar um stöðu málefna ríkisins, sem m.a. gætu veitt heildarsýn. Samþætt þjónusta á að auka hagkvæmni allra aðila og meðal annars styrkja samkeppnishæfni atvinnulífsins, en þá verða erindi leyst á einum stað á ríkisvef, enda þótt þau varði afgreiðslu margra stofnana og ólíkra stjórnsýslustiga. Það segir sig sjálft að til þess að svo verði þurfa afgreiðsluferli hins opinbera að breytast mikið, þau munu skarast og samráð og samvinnu þarf við úrlausn erinda. Samþættingin skorar smákóngakerfi hins opinbera á hólm. Samráð við almenning Rafræn stjórnsýsla er slökust á sviði samráðs við almenning um sameiginleg málefni. Hún mælist svipuð og hjá sumum Afríkuríkjum. Þá er mælt hvort upplýst er um hvaða mál eru í undirbúningi og vinnslu og hvort gögn um þau eru aðgengileg á þægilegan hátt, hversu samráð við almenning og hagsmunaaðila er þróað á netinu og hvernig aðkoma þeirra er að ákvarðanatöku. Þessar mælingar eru gerðar á vefjum ríkisstjórna – og staðan hér á landi hefur verið ljós um árabil. En það er eins og ríkisstjórnir og Stjórnarráðið telji sig ekki hafa lýðræðislegu hlutverki að gegna. Víðast erlendis leiðir framkvæmdavaldið þróun stjórnmálanna og breytts lýðræðis á netinu og forsetar eða forsætisráðherrar taka sér forystuhlutverk á félagsmiðlum (Obama) eða tala netið niður til þess að draga úr hættum þess (Stoltenberg). Þessi þróun kallar á lýðræðislega starfshætti ráðuneyta, sem ásamt öðru er kallað nútímavæðing þeirra og gerir verulega breyttar kröfur til starfsemi þeirra. Önnur atriði Mörg stjórnsýsluverkefni eru mjög stutt komin, t.d. rafræn fjársýsla, og önnur eru veitt í ófullnægjandi umfangi, en þá verða erindi ekki rækt til enda á netinu. Því eru stofnanir enn háðar staðbundinni þjónustu og langt er í land með að starfsfólk geti starfað hvar sem er, að þær leggi ekki öllu starfsfólki til vinnuaðstöðu heldur reki (mynd)fundaaðstöðu og gestabása fyrir starfsfólk og að stofnanir nýti ódýrara húsnæði. Þessi staða hefur margháttuð neikvæð áhrif á hagkvæmi og eykur t.d. umferð. Það má óttast að opnun opinberra gagna sé verulega ábótavant. Þau skapa ný sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpun – og er tímabært að gögn stóru málaflokka ríkisins (heilbrigðiskerfisins, Fjársýslunnar o.fl.) verði opnuð út á netið án persónugreinanlegra upplýsinga sem fyrst, vegna atvinnuuppbyggingar. Lokaorð Vegna vaxandi krafna almennings um upplýsingaaðgengi og aðkomu að ákvarðanatöku getur staða rafrænnar stjórnsýslu ýtt undir tortryggni hans gagnvart stjórnvöldum. Það virðist aðkallandi að ríkið skoði sem fyrst hvað hefur farið úrskeiðis í notkun þess á upplýsingatækni, geri viðeigandi ráðstafanir og leiti þannig eftir að ná sáttum við netsamfélagið. Það væri líka í fullu samræmi við stefnu og gerðir ríkisstjórna nágrannaríkjanna.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun