Til jafnaðar- og félagshyggjufólks Guðbjartur Hannesson skrifar 18. janúar 2013 00:01 Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun