Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár!
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar