Lagerbäck: Eiður var jákvæður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson aðstoðarþjálfari fara yfir málin í gær. Fréttablaðið / Pjetur Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Rússum á Marbella á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM. Sá leikur fer fram í lok mars. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi ekki þá þrjá leikmenn sem verða í banni í þeim í hópinn núna. Það eru Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason. Frá því Lagerbäck tók við liðinu hefur hann aðeins einu sinni valið Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp. Hann valdi hann í annað sinn í gær en Eiður hefur verið að leika mjög vel í Belgíu í vetur. „Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og er til í að koma aftur í hópinn. Við sjáum svo til hvað gerist. Eiður er frábær leikmaður og það var ánægjulegt að heyra hvað hann var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins í gær. Rússneska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og situr í níunda sæti á heimslista FIFA. Það er undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greindi frá því að vinur á Ítalíu hefði komið að máli að þessi leikur gæti farið fram. Hvaða vinur það var kom þó ekki fram. „Það er frábært að spila gegn Rússum. Við viljum spila gegn bestu liðunum." Það er ekki bara Eiður Smári sem snýr aftur í hópinn. Kolbeinn Sigþórsson er einnig kominn til baka eftir erfið meiðsli. „Það er frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við þurfum hann. Kolbeinn er að æfa af fullum krafti með Ajax og er orðinn 100 prósenta góður. Það er því ánægjuefni að hann standi okkur aftur til boða." Lagerbäck segist gjarnan vilja vera kominn með fleiri stig í undankeppni HM en hann fer ekkert í grafgötur með að stefnan sé sett á annað sæti riðilsins. Það sæti gefur rétt til þess að keppa í umspili. Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Rússum á Marbella á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM. Sá leikur fer fram í lok mars. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi ekki þá þrjá leikmenn sem verða í banni í þeim í hópinn núna. Það eru Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason. Frá því Lagerbäck tók við liðinu hefur hann aðeins einu sinni valið Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp. Hann valdi hann í annað sinn í gær en Eiður hefur verið að leika mjög vel í Belgíu í vetur. „Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og er til í að koma aftur í hópinn. Við sjáum svo til hvað gerist. Eiður er frábær leikmaður og það var ánægjulegt að heyra hvað hann var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins í gær. Rússneska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og situr í níunda sæti á heimslista FIFA. Það er undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greindi frá því að vinur á Ítalíu hefði komið að máli að þessi leikur gæti farið fram. Hvaða vinur það var kom þó ekki fram. „Það er frábært að spila gegn Rússum. Við viljum spila gegn bestu liðunum." Það er ekki bara Eiður Smári sem snýr aftur í hópinn. Kolbeinn Sigþórsson er einnig kominn til baka eftir erfið meiðsli. „Það er frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við þurfum hann. Kolbeinn er að æfa af fullum krafti með Ajax og er orðinn 100 prósenta góður. Það er því ánægjuefni að hann standi okkur aftur til boða." Lagerbäck segist gjarnan vilja vera kominn með fleiri stig í undankeppni HM en hann fer ekkert í grafgötur með að stefnan sé sett á annað sæti riðilsins. Það sæti gefur rétt til þess að keppa í umspili.
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn