Smára svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar 31. janúar 2013 06:00 Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Smári Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðadeildar Ríkislögreglustjóra, leggur orð í belg í umræðu um málefni hælisleitenda í Fréttablaðinu sl. þriðjudag. Sér hann sig knúinn til að taka hanskann upp fyrir forstjóra Útlendingastofnunar, vegna gagnrýni minnar og annarra á ummæli forstjórans varðandi fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd, eða hæli. Það er mikið rétt að ég gagnrýndi forstjórann fyrir að fjalla um þennan viðkvæma málaflokk án nauðsynlegrar ígrundunar og yfirvegunar, svo að skilja mátti að fjöldi einstaklinga sækti um vernd hér á landi til þess eins að fá frítt uppihald. Á þingi var því haldið fram að með gagnrýni minni væri ég að þagga niður í forstjóranum, sýndi með öðrum orðum tilburði til að hefta málfrelsi. Smári Sigurðsson tekur upp þennan þráð: „Að lokum verð ég að segja að mér er það umhugsunarefni að núverandi innanríkisráðherra skuli bregðast svo harkalega við ummælum undirmanns, sérstaklega í ljósi þess að hann var áður formaður BSRB og þar áður fréttamaður sjónvarps. Ætli hann hafi á þeim tíma verið sömu skoðunar varðandi frelsi fólks til að láta í ljósi skoðanir sínar?“ Dyflinnarsamkomulagið Í grein sinni rekur Smári gang mála hjá Útlendingastofnun og bendir á að bæði hér á landi og annars staðar séu mörg dæmi um fólk sem sæki um hæli án þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd. Vísar hann m.a. til Dyflinnarsamkomulagsins sem felur í sér samkomulag ríkja í milli um málsmeðferð hælisumsókna. Það er rétt hjá Smára að aðstæður fólks sem hingað kemur í leit að vernd eru mismunandi. Í þessum hópi er, eins og í öðrum hópum, til að dreifa einstaklingum sem ekki segja satt og rétt frá. Og á meðal hælisleitenda er líka fólk sem á ekki rétt á vernd í samræmi við Flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna eða okkar innlendu löggjöf. En hins vegar leitar hingað líka fólk sem er að flýja ofsóknir og pyntingar, hræðileg stríðsátök og gróft ofbeldi. Út á það gengur einmitt málsmeðferðin – að greina á milli þeirra sem eiga rétt til verndar og hinna sem eiga það ekki. Í því samhengi höfum við ekki rétt á að kasta fólki til baka þótt það komi frá öðru ríki sem á aðild að Dyflinnarsamkomulaginu, okkur ber að skoða aðstæður þess. Um þetta hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gefið skýr fyrirmæli. Ég tel að Dyflinnarsamstarfið sé réttlætanlegt í því augnamiði að reyna að nýta kerfin sem best til að skera úr um hverjir þurfa vernd og hverjir ekki. Þannig má flýta málsmeðferð og tryggja að hælisleitendur og flóttafólk geti haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa komið upp vandamál í þessu samstarfi, sem ríki Evrópu leitast nú við að leysa. Þannig telst það ekki í takti við mannréttindaskuldbindingar að senda hælisleitendur ásamt umsókn þeirra til Grikklands, svo dæmi séu tekin. Og þetta ber okkur að taka alvarlega. Frjáls til orðsins Hvað varðar ásakanir um tilraunir til þess að hefta málfrelsi þá vísa ég því til föðurhúsanna. Þeir sem gefa frá sér yfirlýsingar opinberlega verða að geta tekið því að þær séu gagnrýndar. Þetta tók ég sérstaklega fram í umræðum um áðurnefnd ummæli forstjóra Útlendingastofnunar en einnig í samtali við hana sjálfa, að hún væri að sjálfsögðu frjáls til orðsins en ég teldi það jafnframt skyldu mína að taka þátt í opinberri umræðu um málaflokkinn. Og þarna taldi ég að forstjórinn hefði sett fram óvarlegar alhæfingar, sem geta komið illa við þann hóp fólks sem hér bíður meðferðar sinna mála og er sannanlega í þörf fyrir vernd.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun