Fræðslan er sterkasta vopnið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun