Auður í almannaþágu Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er skynsamlegra að leggja áherslu á margar fjölbreyttar stoðir í þjóðarbúskapnum en stórar og einsleitar lausnir. Fjölbreytnin ein og sér dugir þó ekki til svo að öllum líði vel. Ekki vegur minna hvernig við skiptum gæðunum okkar á milli í samfélaginu, alveg sama hversu mikið er til skiptanna. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur til að sjá að þau samfélög þar sem gæðunum er skipt með réttlátari hætti búa við meiri velsæld. Jafnvel hörðustu hægrimenn heimsins viðurkenna þá staðreynd að aukinn jöfnuður eykur velsæld í samfélögum. Grunnstefna okkar Vinstri grænna er að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu í samfélaginu. Á hana hefur flokkurinn lagt höfuðáherslu í ríkisstjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna með góðum árangri. Við höfum komið á réttlátara skattkerfi sem hjálpar öllum að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eftir bestu getu. Með auknum barnabótum höfum við bætt lífskjör tekjulágra barnafjölskylda og með nýjum áherslum í Lánasjóði íslenskra námsmanna höfum við aukið jafnrétti til náms svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum beitt okkur fyrir að það fé sem rennur úr sameiginlegum sjóðum okkar til velferðar- og menntamála sé nýtt í almannaþágu en ekki til að greiða einstaklingum arð. Við höfum séð til þess að samfélagið allt njóti betur ávaxtanna af sameiginlegum auðlindum okkar, m.a. með lögum um veiðigjöld, nýrri stefnu hjá Landsvirkjun og áherslu á opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Með þessum aðgerðum höfum Vinstri græn stuðlað að auknum jöfnuði og tryggt að auður samfélagsins skili sér í auknum mæli til almennings en ekki útvaldra einstaklinga. Ríkisstjórnarsamstarf tveggja eða fleiri flokka byggir á málamiðlunum. Við vinstri græn gerðum málamiðlanir í ýmsum málum við Samfylkinguna. Við gerðum hins vegar engar málamiðlanir þegar kom að því grunnstefi vinstristefnunnar að auka velsæld fyrir alla með auknum jöfnuði. Við munum halda áfram að berjast fyrir því að auður samfélagins verði nýttur í almannaþágu.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar