Loforð um loft 12. febrúar 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt um helgina. Ein þeirra ályktana sem þar voru samþykktar snýst um afnám verðtryggingar. Útfærsla á að vera tilbúin fyrir árslok 2013. Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Björt framtíð, Hægri grænir og Dögun hafa allir sambærilega stefnu, þó að blæbrigðamunur sé á. Enginn þeirra hefur hins vegar sett fram leið til að framkvæma þetta án þess að setja annað hvort ríkissjóð eða lífeyrissjóðakerfið á höfuðið. Það eru margar spurningar sem vakna við þennan loforðaflaum. Er gerlegt að afnema verðtryggingu og ef svo er, af hverju hefur það ekki þegar verið gert? Eða er loforð um afnám verðtryggingar einfaldlega næla sem stjórnmálaflokkarnir festa í barminn þegar líður að kosningum, en stinga síðan í vasann þegar aðkoma þeirra að völdum hefur verið tryggð í fjögur ár til viðbótar? Í því samhengi má benda á að allir þeir fimm flokkar sem áttu sæti á Alþingi fyrir kosningarnar 2009 höfðu samþykkt ályktanir um afnám verðtryggingar á landsfundum sínum. Þrátt fyrir þá þverpólitísku sátt lifir hún hins vegar enn góðu lífi. Augljóst er að margir Íslendingar telja að með loforðum sínum um afnám verðtryggingar felist einhver kjarabót fyrir þá vegna þeirra lána sem þeir eru þegar með. Svo er ekki. Afnám verðtryggingar tekur áratugi, enda ekki hægt að láta hana gilda afturvirkt. Formlegt lagalegt afnám hennar myndi því ekki hafa nein áhrif á þá verðtryggðu lánasamninga sem þegar hafa verið gerðir. Sumir vilja meina að verðtryggð neytendalán kunni að vera ólögmæt frá því að hin svokallaða MiFID-tilskipun var innleidd á Íslandi í byrjun nóvember 2007. Samkvæmt henni eru verðtryggð lán afleiður sem ekki má selja öðrum fjárfestum en þeim sem hafa sérstaka þekkingu á slíkum fjármálagjörningum. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 45 prósent frá innleiðingu tilskipunarinnar. Verði verðtryggðu lánin dæmd ólögleg frá þeim tíma myndu endurgreiðslur hlaupa á hundruðum milljarða króna. Annaðhvort ríkissjóður, sem á Íbúðalánasjóð (ÍLS), eða lífeyrissjóðir landsins, sem eiga flestar skuldir ÍLS, þyrftu að taka á sig þann kostnað, og fara á hliðina í kjölfarið. Það fengi ekki að gerast. Varðandi framtíðarlánamöguleika Íslendinga virðist ekki vera mikil þörf á að afnema verðtryggð lán sem valkost. Það hafa neytendur þegar gert upp á eigin spýtur. Á þremur árum 4,5-faldaðist hlutfall óverðtryggðra skulda heimilanna, að yfirdráttarlánum undanskildum. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs voru 92 prósent allra nýrra íbúðalána sem bankar veittu óverðtryggð. Á sama tíma hafa neytendur hafnað ÍLS sem lánveitanda. Heildarútlán sjóðsins í desember síðastliðnum voru undir milljarði króna. Upphæð nýrra lána sjóðsins hefur ekki verið minni á einum mánuði, að raungildi, í sjö ár. Í sama mánuði námu uppgreiðslur lána 1,3 milljarði króna, og því var meira greitt upp en lánað var út. Verðtryggð neytendalán eru galin. Ekkert annað land í heiminum byggir útlánakerfi sitt á slíkum. En þau eru til vegna gjaldmiðilsins. Það er ekki hægt að afnema verðtryggingu nema að skipta út krónunni. Það er ekki ein leiðanna. Það er eina leiðin. Annað er innihaldslaust loft. Vonandi mun komandi ríkisstjórn, sama hvaða flokkar það verða sem í henni sitja, bera gæfu til að sjá þetta.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun