Sóknarfæri atvinnulífs Ólína Þorvarðardóttir skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun