Dyggðir stjórnmála Páll Valur Björnsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar