Kæri kjósandi! Árni Þorvaldur Jónsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Taktu upplýsta afstöðu! Láttu ekki stjórnmálamenn, flokkslínur eða stofnanir segja þér hvað þér eigi að finnast um mikilvæg málefni. Þöggun er aldrei af hinu góða. Hvers vegna vilja til dæmis öfgafullir trúarhópar meina stúlkum að ganga í skóla? Hvers vegna hafa einræðisherrar og öfgahreyfingar víða um heim og á öllum tímum stundað bókabrennur (nú síðast í Malí)? Hvers vegna reyna ríkjandi valdhafar sumra ríkja að takmarka aðgang að alnetinu og ritskoða efni þess? Jú, svarið er einfalt: Það er auðveldara að stjórna óupplýstum lýð! Hvers vegna reyna sumir að stöðva rannsókn og umfjöllun á afbrotum liðinnar tíðar og þagga niður í gagnrýnisröddum? Hvers vegna hvetja þeir kjósendur til að horfa fram á veginn og (þar með) hugsa minna um það sem á undan er gengið? Svarið er augljóst: Því minna sem við vitum og því fyrr sem við gleymum, þeim mun fyrr geta menn tekið upp fyrri iðju og endurtekið afbrotin. Hvers vegna vilja sumir að við ljúkum ekki samningaviðræðum við Evrópusambandið? Er það ekki jafn augljóst? Þannig er auðveldara að segja okkur hvað okkur eigi að finnast, hvað við eigum að kjósa, ef við fáum þá að kjósa um það yfirhöfuð. Þessi afstaða er af sama meiði og mannsins sem þurfti að fá lánaðan tjakk til að geta skipt um dekk á bílnum sínum en gaf sér niðurstöðuna fyrir fram og hreytti framan í bóndann sem kom til dyra: „Þú getur bara átt þennan helv*&#$ tjakk sjálfur!? Erum við ekki í stöðu þessa manns“ Við þurfum ?að skipta um dekk á bílnum svo við getum ekið? fram veginn til betri tíma. Er ekki sjálfsagt að kanna hvaða aðstoð við getum fengið til þess? Ekki getum við lyft bílnum með handafli og skipt um dekk um leið! Ég er ekki í neinu framboði eða að mæla fyrir einhverri flokkslínu. Ég er einfaldlega að mæla fyrir framgangi skynseminnar, og því að fá að taka upplýsta afstöðu þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Taktu upplýsta afstöðu! Láttu ekki stjórnmálamenn, flokkslínur eða stofnanir segja þér hvað þér eigi að finnast um mikilvæg málefni. Þöggun er aldrei af hinu góða. Hvers vegna vilja til dæmis öfgafullir trúarhópar meina stúlkum að ganga í skóla? Hvers vegna hafa einræðisherrar og öfgahreyfingar víða um heim og á öllum tímum stundað bókabrennur (nú síðast í Malí)? Hvers vegna reyna ríkjandi valdhafar sumra ríkja að takmarka aðgang að alnetinu og ritskoða efni þess? Jú, svarið er einfalt: Það er auðveldara að stjórna óupplýstum lýð! Hvers vegna reyna sumir að stöðva rannsókn og umfjöllun á afbrotum liðinnar tíðar og þagga niður í gagnrýnisröddum? Hvers vegna hvetja þeir kjósendur til að horfa fram á veginn og (þar með) hugsa minna um það sem á undan er gengið? Svarið er augljóst: Því minna sem við vitum og því fyrr sem við gleymum, þeim mun fyrr geta menn tekið upp fyrri iðju og endurtekið afbrotin. Hvers vegna vilja sumir að við ljúkum ekki samningaviðræðum við Evrópusambandið? Er það ekki jafn augljóst? Þannig er auðveldara að segja okkur hvað okkur eigi að finnast, hvað við eigum að kjósa, ef við fáum þá að kjósa um það yfirhöfuð. Þessi afstaða er af sama meiði og mannsins sem þurfti að fá lánaðan tjakk til að geta skipt um dekk á bílnum sínum en gaf sér niðurstöðuna fyrir fram og hreytti framan í bóndann sem kom til dyra: „Þú getur bara átt þennan helv*&#$ tjakk sjálfur!? Erum við ekki í stöðu þessa manns“ Við þurfum ?að skipta um dekk á bílnum svo við getum ekið? fram veginn til betri tíma. Er ekki sjálfsagt að kanna hvaða aðstoð við getum fengið til þess? Ekki getum við lyft bílnum með handafli og skipt um dekk um leið! Ég er ekki í neinu framboði eða að mæla fyrir einhverri flokkslínu. Ég er einfaldlega að mæla fyrir framgangi skynseminnar, og því að fá að taka upplýsta afstöðu þegar þar að kemur.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar