Frelsinu fylgir ábyrgð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun