Af hverju Dögun? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég tel mig vera bæði hugsjónamanneskju og raunsæismanneskju þegar kemur að pólitík. Þau gildi sem ég vil hafa að leiðarljósi í lífi mínu og því samfélagi sem ég bý í eru jafnrétti og mannúð. Ég er fyrst og fremst jafnaðarmanneskja og það er ekkert launungarmál að ég hef lengst af kosið Samfylkinguna, þar sem mér hefur fundist hún góð blanda af hugsjónum og raunsæi. Ég hef haft þá trú að þessi ríkisstjórn væri að gera sitt besta í hræðilegum aðstæðum. Það hafa hins vegar runnið á mig tvær grímur undanfarnar vikur hvað varðar trú mína á ríkisstjórnina og þá sérstaklega í stjórnarskrármálinu. Ég leyfi mér að efast um það að skjal sem hefur verið unnið af þjóðkjörnum einstaklingum í nokkur ár og fengið nákvæma endurskoðun og gagnrýni frá fræðasamfélaginu sé „hroðvirknislega unnið plagg“ sem fólk vill bara þvinga í gegn. Það hefur komið skýrt fram í málflutningi sjálfstæðis- og framsóknarmanna undanfarið að þeir vilja alls ekki auðlindir í þjóðareigu. Andstæða þeirra við nýja stjórnarskrá á sér því augljósar ástæður. Að þykjast vera fylgjandi nýrri stjórnarskrá en vilja geyma hana fram á næsta þing og „vona“ að hún verði tekin upp þar og samþykkt er hins vegar ekki raunsæi að mínu mati. Hvað þá hugsjón.Ekki raunsæi Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkurnar á annarri vinstristjórn ekki miklar og því finnst mér mjög mikilvægt að ganga frá stjórnarskrármálinu hratt og örugglega núna fyrir kosningar. Ef við samþykkjum hana núna þarf næsta þing alla vega að hafna tilteknum atriðum og það verður þá mjög skýrt hver þau verða. Ég sætti mig ekki lengur við meðvirk stjórnvöld sem þykjast starfa af hugsjón og vinna að hagsmunum fólksins. Af hverju í ósköpunum var umræða um nýja stjórnarskrá ekki löngu hafin? Fólkið í þessu landi á rétt á að kosið verði um nýja stjórnarskrá á þessu þingi eins og lofað var og þjóðarviljinn sýndi í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eigum rétt á að vita hverjir það eru á þingi okkar Íslendinga sem í raun virða þjóðarviljann og hverjir ekki. Ég er búin að fá leiða á því að verða vitni að því að á Alþingi virðast vinna flokkar fyrir hagsmuni flokka og formenn þeirra. Við í Dögun erum samtök um lýðræði og réttlæti sem hafna foringjaræði og þeirri spillingu sem það nærir og hefur gert á Íslandi allt of lengi. Þess vegna vel ég að bjóða mig fram og starfa með Dögun.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun