Hvers vegna er þetta myrkur í Borgarfirði? Þórir Garðarsson skrifar 15. mars 2013 06:00 Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar farið er út úr borginni yfir veturinn, stefnan tekin til hægri og ekið um Suðurland, blasir við fjöldinn af ferðamönnum, allt er uppljómað. Ef stefnan er tekin til vinstri í Borgarfjörðinn hvílir yfir myrkur og fáir ferðamenn sjást á ferli. Hvers vegna dreifast ferðamenn svona ójafnt? Hvers vegna sækjast þeir ekki eftir að njóta alls þess sem Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða? Skýringarinnar er að leita í röngum áherslum í kynningarmálum ferðaþjónustunnar. Þetta á ekki bara við um Borgarfjörð, heldur þau fjölmörgu svæði sem ekki njóta fjölgunar erlendra ferðamenna sem skyldi. Stofnaðar hafa verið markaðsskrifstofur ferðaþjónustunnar víðsvegar um landið. Þetta eru samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga og opinberra aðila um að fjölga ferðamönnum. Fókusinn í þessu markaðsstarfi er hins vegar rangur. Áhersla er lögð á að kynna ferðaþjónustufyrirtækin, falleg hótelherbergi, veitingahús, afþreyingu og skoðunarferðir á svæðinu. Meinið er það að ferðamaðurinn þarf fyrst að fá áhuga á viðkomandi landshluta. Náttúran, sagan, fjölbreytnin, menningin, upplifunin – þetta er hráefnið sem skapar löngun ferðamannsins til að heimsækja viðkomandi landssvæði. Bæklingur um flott veitingahús segir honum lítið. Sjóþotuleiga fær hann ekki ein og sér til að leggja land undir fót. Til að fleiri ferðamenn komi í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes, til Vestfjarða eða austur á land þurfa þeir að vita hvernig þessi landsvæði uppfylla óskir þeirra um að fá sem mest út úr ferðalaginu. Þess vegna þurfa hagsmunaaðilar, sveitarstjórnir og ríkisvaldið að taka sig saman og leggja ofuráherslu á að kynna þetta hráefni sem vekur löngun ferðamannsins. Hjá markaðsskrifstofum landshlutanna er þekking, áhugi og sköpunarkraftur til að sinna þessu verkefni mjög vel. En þá þurfa þær líka að hafa stuðning til þess. Slík kynning er langhlaup og til þess þurfa allir aðilar að leggja fram fjármagn. Mikill kraftur þarf að fara í slíkar aðgerðir fyrstu árin. Þegar á líður og ferðamönnum fjölgar á hverju svæði tekur orðsporið við, bloggið og frásagnir ferðamanna á samskiptamiðlum um frábæra upplifun á viðkomandi svæði. Það styrkir áfangastaðinn og er eldsneytið sem nærir frekari eftirspurn. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg hefur tekið öflugan þátt í verkefninu „Ísland allt árið“ og fylgt því vel eftir með kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru innan borgarinnar. Þessi kynning skapar grunninn – hráefnið – fyrir ferðaþjónustuna. Hún nýtir sér þetta hráefni til að bjóða vöru sem mætir þeirri eftirspurn sem kynningin skapar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun