Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál Guðbjartur Hannesson skrifar 16. mars 2013 06:00 Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun