Aflahrotan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2013 06:00 Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar