Aflahrotan Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. mars 2013 06:00 Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað um nærri 40% undanfarin tvö ár. Haldi fjölgunin áfram með sama hraða verða ferðamennirnir ein milljón eftir önnur tvö ár. Í vertíðar- og veiðimannahugsunarhætti okkar Íslendinga er rík tilhneiging til að líta á gosið í Eyjafjallajökli, sem vakti athygli á landinu um allan heim, sem fágætan hvalreka og ferðamannaholskefluna sem dásamlega aflahrotu. Enda berast ýmsar fréttir þessa dagana af „gullæði“ í ferðaþjónustu þar sem sem flestir vilja krækja sér í sneið af þessari köku. Eina slíka sagði Fréttablaðið á mánudaginn; að mörg hundruð ólöglegar íbúðir væru nú í útleigu til ferðamanna. Þess eru mörg dæmi að atvinnulausir leigi út íbúðirnar sínar til ferðamanna og gefi tekjurnar ekki upp til skatts. Vöxtur ferðaþjónustunnar er vissulega heilmikil búbót. En okkur sárvantar heildstæða stefnu um hvernig á að taka á móti milljón ferðamönnum, hvað þá einhverjum hundruðum þúsunda í viðbót. Margar náttúruperlur eru þegar farnar að láta á sjá vegna ágangs ferðamanna. Fimm hundruð milljónir sem Alþingi hefur veitt til uppbyggingar á ferðamannastöðum eru bara dropi í hafið og duga hvergi til að bæta aðstöðuna fyrir allt þetta fólk. Stjórnvöld virðast ekki ráða við að taka einfalda ákvörðun sem myndi víða leysa úr þessu; að rukka fólk um aðgangseyri. Það myndi bæði tempra ferðamannafjöldann og afla tekna til að gera göngustíga, merkingar, bílastæði, salerni og allt hitt sem vantar. Þetta vefst ekki fyrir einkafyrirtækinu Bláa lóninu; þar verða menn rukkaðir um 6.600 krónur fyrir að fara ofan í og um 1.600 krónur fyrir að fara ekki ofan í. Stjórnmálamenn þora ekki að leggja til að fólk verði rukkað um þúsundkall fyrir að horfa á Geysi. Samgöngumannvirki geta víða ekki tekið við svona mörgu fólki. Mbl.is sagði í vikunni fréttir af þrengslum og troðningi á Þingvöllum og þjóðgarðsvörðurinn boðar „öngþveiti“ í sumar. Hann fær enga peninga til að bæta aðgengi að þjóðgarðinum. Leifsstöð er sprungin einu sinni enn og undirlögð í framkvæmdum. Á Reykjavíkurflugvelli er engin flugstöð, bara braggalaga hneyksli. Víða úti um land ráða vegirnir ekki við stóraukna umferð langferðabíla. Í því samhengi verða til dæmis Vaðlaheiðargöng enn galnari framkvæmd. Það er frábært að tekizt hafi að fjölga vetrarferðamönnum og dreifa þannig álaginu á landið og bæta nýtingu á gistiplássi. En þá er bent á að enginn hefur hugsað fyrir því að efla til dæmis lögreglu og björgunarsveitir svo þær anni því að tryggja öryggi ferðamanna sem fara sér að voða að vetrarlagi. Skipulagsmál eru enn eitt sem þarf að huga að. Hótel og gistiheimili þjóta upp eins og gorkúlur. Viljum við til dæmis að miðborg Reykjavíkur breytist í hótelhverfi? Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamannastjóri sagði réttilega í Fréttablaðinu á mánudag að tala um fjölda ferðamanna ætti ekki að verða eitthvert markmið í ferðaþjónustunni. Það þyrfti að horfa til starfanna í atvinnugreininni, teknanna, álagsins á umhverfið og gæða ferðaþjónustunnar. Stefnuna sem tryggir þetta allt vantar hins vegar sárlega. Við eigum á hættu að í græðginni við að moka aflahrotunni á land skemmum við það dýrmætasta sem við höfum að selja erlendum ferðamönnum; ímynd lands og þjóðar og hina jákvæðu upplifun af því að heimsækja land þar sem meðal annars móttaka ferðamanna er hugsuð til langs tíma.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun