Fjárfesting til framtíðar Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang. Það hefur ekki verið hlaupið að því að tryggja að grunnstoðirnar svo að heilbrigðisþjónustan, menntakerfið og velferðarkerfið hafi áfram getað staðið undir samfélagslegu hlutverki sínu á sama tíma og unnið hefur verið að því að loka rúmlega 200 milljarða fjárlagagati og bæta efnahag landsins. Enginn þessara málaflokka hefur verið ofhaldinn á þessu kjörtímabili en þar hefur hins vegar ríkt ríkur skilningur á hinni erfiðu stöðu ríkisfjármála. Það sem hefur svo bjargað grunnstoðunum frá frekari og skaðlegri niðurskurði eru þær breytingar sem hafa verið gerðar á skattkerfinu, skattkerfisbreytingar sem hafa aukið skattbyrði hinna tekjuhæstu en lækkað hana hjá þeim tekjulægstu, og aflað þannig ríkissjóði aukinna tekna til þessara málaflokka.Snúum vörn í sókn Nú þarf hins vegar að snúa vörn í sókn og fyrsta skrefið er að viðurkenna störf þeirra sem bera uppi heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfið frá degi til dags. Það er staðreynd að kjör þeirra sem þar starfa eru ekki í samræmi við mikilvægi þeirra fyrir samfélagið. Á nýju kjörtímabili eigum við því að sameinast um að bæta kjör þessara stétta umfram annarra. Í öðru lagi þurfum við að tryggja eðlilega fjármögnun þessara kerfa. Gera þarf átak í því að endurnýja og bæta tækjakost og starfsaðstöðu. Auk þess þurfum við að fullfjármagna bæði háskólana og framhaldsskólana sem hafa verið vanfjármagnaðir frá því löngu fyrir hrun. Þá þurfum við að tryggja námsmönnum framfærslustuðning svo þeir geti einbeitt sér að námi sínu, annars vegar með því að efla Lánasjóð íslenskra námsmanna og koma á því kerfi að hluti lána falli niður og breytist í styrk að loknu námi, og hins vegar að koma á fót nýju framfærslukerfi sem tryggir þeim framfærslu sem vilja fara af vinnumarkaði og sækja nám á framhaldsskólastigi. Í þriðja lagi þurfum við að bæta stöðu barnafjölskyldna og tekjulágra, þar á meðal aldraðra og öryrkja. Það gerum við með því að efla barnabótakerfið, vaxtabótakerfið og hækka tekjuþak fæðingarorlofssjóðs. Auk þess þarf að gera frumvarp um almannatryggingakerfið, sem lagt var fram á Alþingi nú í vor, að lögum og tryggja fulla fjármögnun þess.Fjárfesting Við lítum á þessi verkefni sem fjárfestingu til framtíðar – fjárfestingu í okkur sjálfum til að virkja þann mannauð sem við búum yfir. Heilbrigðiskerfi sem tryggir jafnan aðgang að góðri og áreiðanlegri þjónustu eykur lífsgæði okkar. Efling menntakerfisins skapar aukin tækifæri og leggur grunn að velsæld. Öflugra velferðarkerfi tryggir aukinn jöfnuð og þannig farsælla samfélag. Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að búa Ísland undir áskoranir og tækifæri 21. aldarinnar. Þar munu aukinn jöfnuður og bætt aðgengi að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu leika lykilhlutverk. Mannauðurinn er lykill að framtíðinni ekki síður en auðlindir hafs og lands og hann verður hámarkaður með því að skapa samfélag jafnaðar. Miðað við núverandi efnahagshorfur og óbreytt skattkerfi er raunhæft að hefja sókn í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Vinstri græn vilja hefja slíka sókn með því að auka framlög ríkissjóðs til þessara málaflokka samhliða því að hefja niðurgreiðslur skulda þjóðarbúsins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun