Hentistefna Evrópusambandsins Sigríður Á. Andersen skrifar 5. apríl 2013 07:00 Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu. Hvernig stendur á því að af öllum innstæðueigendum í Evrópusambandinu þurfa aðeins Kýpverjar að sætta sig við að tapa hluta innistæðna sinna? Hvað veldur þessari hörku núna allt í einu? Svarið blasir við. Það liggur fyrir að stór hluti innistæðnanna er í eigu aðila utan Evrópusambandsins. Þess vegna finnst Evrópusambandinu í lagi að þessir bankar fari á hliðina. Rússar eru eigendur stórs hluta innistæðna í kýpverskum bönkum. Evrópusambandinu er slétt sama um þessar innstæður. Er þetta ekki sama Evrópusambandið og hefur ofsótt Íslendinga undanfarin fjögur ár fyrir þær meintu sakir að mismuna innstæðueigendum eftir því hvar í landi þeir væru?Ofsóknir Evrópusambandið stundaði þessar ofsóknir á hendur Íslendingum þrátt fyrir að neyðarlögin íslensku hefðu veitt innstæðueigendum á Icesave forgang umfram skuldabréfaeigendur sem voru meðal annarra Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir. Rússar munu tapa miklu á falli kýpversku bankanna, því miður fyrir þá. Það vill hins vegar til að Kýpverjar sjálfir eiga innstæður í þessum sömu bönkum, því miður fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusambandinu vegur ekki þungt þegar í harðbakkann slær í Brussel og Frankfurt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Sigríður Á. Andersen Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla að Evrópusambandið veitti ekki bönkum og fjármagnseigendum á Kýpur sömu fyrirgreiðslu og það hefur veitt bönkum í öðrum Miðjarðarhafslöndum sínum. Menn velta mjög vöngum yfir þessu. Hvernig stendur á því að af öllum innstæðueigendum í Evrópusambandinu þurfa aðeins Kýpverjar að sætta sig við að tapa hluta innistæðna sinna? Hvað veldur þessari hörku núna allt í einu? Svarið blasir við. Það liggur fyrir að stór hluti innistæðnanna er í eigu aðila utan Evrópusambandsins. Þess vegna finnst Evrópusambandinu í lagi að þessir bankar fari á hliðina. Rússar eru eigendur stórs hluta innistæðna í kýpverskum bönkum. Evrópusambandinu er slétt sama um þessar innstæður. Er þetta ekki sama Evrópusambandið og hefur ofsótt Íslendinga undanfarin fjögur ár fyrir þær meintu sakir að mismuna innstæðueigendum eftir því hvar í landi þeir væru?Ofsóknir Evrópusambandið stundaði þessar ofsóknir á hendur Íslendingum þrátt fyrir að neyðarlögin íslensku hefðu veitt innstæðueigendum á Icesave forgang umfram skuldabréfaeigendur sem voru meðal annarra Seðlabanki Íslands og íslenskir lífeyrissjóðir. Rússar munu tapa miklu á falli kýpversku bankanna, því miður fyrir þá. Það vill hins vegar til að Kýpverjar sjálfir eiga innstæður í þessum sömu bönkum, því miður fyrir þá. Lítil eyþjóð í Evrópusambandinu vegur ekki þungt þegar í harðbakkann slær í Brussel og Frankfurt.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar