Skref í átt að meira trausti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. apríl 2013 07:00 Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þetta kemur skýrt fram í þeirri gríðarlegu fjölgun kæra sem lögreglunni berast vegna kynferðisbrota. Í janúar voru þær fjórum sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um leið er greinilegt að margir trúa því ekki að hið opinbera réttargæzlukerfi sé í stakk búið að fást við þessi mál. Margt hefur þó breytzt í þeim efnum. Hert hefur verið á löggjöf um kynferðisbrot á undanförnum árum. Starfsfólk lögreglu, saksóknara og dómstóla er langtum betur að sér um eðli og afleiðingar þessara brota en áður var. Aðstaða til að sinna þolendum kynferðisbrota, til dæmis neyðarmóttaka vegna nauðgana og Barnahúsið, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það mun ekki breytast að kynferðisbrotamál eru vandmeðfarnari en mörg önnur, meðal annars vegna þess hvað snúið getur verið að sanna þau. Aukin þekking og skilningur á þeim er þó líkleg til að fjölga sakfellingum og að gerendurnir fái refsingu fyrir brot sín. Það er hins vegar alger frumforsenda þess að fólk hafi trú á kerfinu að það anni þeim málafjölda sem nú er við að eiga. Undanfarna mánuði hefur komið skýrt fram að hvorki lögreglan né embætti saksóknara hafa fé og mannskap til að sinna þeim sem skyldi. Hugsanlegt er að fyrir vikið verði rannsókn sumra mála ekki nægilega vönduð og að í öðrum tilvikum dragist málsmeðferðin úr hömlu. Lögreglan hefur unnið hratt í máli Karls Vignis, sem var ákærður fyrr í vikunni fyrir brot gegn fjórum einstaklingum, en margir tugir mála eru óafgreiddir. Tillögur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um úrbætur á meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum eru mikilvægt skref í þá átt að fólk geti borið fullt traust til réttargæzlukerfisins. Nefndin segir það sem liggur í augum uppi; að auka þurfi fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og ríkissaksóknaraembættisins til að þessar stofnanir ráði við málafjöldann. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í kynferðisbrotamálum, meðal annars notkun tálbeitna. Nefndin vill sömuleiðis efla Barnahúsið með auknum fjárveitingum og telur koma til greina að skikka dómara til að nota þjónustu þess í dómsmálum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Það er raunar alveg furðulegt að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, skuli árum saman hafa sniðgengið Barnahúsið ítrekað, þrátt fyrir að það sé löngu orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar geta dómarar yfirheyrt börn í öruggu umhverfi, þar sem þeim er látið líða vel og líklegra er en ella að fáist fram raunsönn frásögn af brotum sem þau hafa orðið fyrir. Tillögur nefndarinnar eru gott og jákvætt skref, en það liggur á að fylgja orðum eftir með efndum og auka fjárveitingar til málaflokksins strax á næsta þingi. Skilvirk meðferð kynferðisbrotamála er mikilvægur hluti þess fyrsta verkefnis ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræðan um kynferðisbrot á Íslandi hefur gjörbreytzt eftir að ljóstrað var upp um ítrekuð og ljót brot barnaníðingsins Karls Vignis í Kastljósi RÚV í upphafi árs. Stíflur þagnar og þöggunar hafa brostið og ótal einstaklingar sagt frá kynferðisofbeldi sem þeir hafa verið beittir. Þetta kemur skýrt fram í þeirri gríðarlegu fjölgun kæra sem lögreglunni berast vegna kynferðisbrota. Í janúar voru þær fjórum sinnum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um leið er greinilegt að margir trúa því ekki að hið opinbera réttargæzlukerfi sé í stakk búið að fást við þessi mál. Margt hefur þó breytzt í þeim efnum. Hert hefur verið á löggjöf um kynferðisbrot á undanförnum árum. Starfsfólk lögreglu, saksóknara og dómstóla er langtum betur að sér um eðli og afleiðingar þessara brota en áður var. Aðstaða til að sinna þolendum kynferðisbrota, til dæmis neyðarmóttaka vegna nauðgana og Barnahúsið, er að mörgu leyti til fyrirmyndar. Það mun ekki breytast að kynferðisbrotamál eru vandmeðfarnari en mörg önnur, meðal annars vegna þess hvað snúið getur verið að sanna þau. Aukin þekking og skilningur á þeim er þó líkleg til að fjölga sakfellingum og að gerendurnir fái refsingu fyrir brot sín. Það er hins vegar alger frumforsenda þess að fólk hafi trú á kerfinu að það anni þeim málafjölda sem nú er við að eiga. Undanfarna mánuði hefur komið skýrt fram að hvorki lögreglan né embætti saksóknara hafa fé og mannskap til að sinna þeim sem skyldi. Hugsanlegt er að fyrir vikið verði rannsókn sumra mála ekki nægilega vönduð og að í öðrum tilvikum dragist málsmeðferðin úr hömlu. Lögreglan hefur unnið hratt í máli Karls Vignis, sem var ákærður fyrr í vikunni fyrir brot gegn fjórum einstaklingum, en margir tugir mála eru óafgreiddir. Tillögur undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um úrbætur á meðferð kynferðisbrotamála gegn börnum eru mikilvægt skref í þá átt að fólk geti borið fullt traust til réttargæzlukerfisins. Nefndin segir það sem liggur í augum uppi; að auka þurfi fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglunnar og ríkissaksóknaraembættisins til að þessar stofnanir ráði við málafjöldann. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að rýmka rannsóknarheimildir lögreglunnar í kynferðisbrotamálum, meðal annars notkun tálbeitna. Nefndin vill sömuleiðis efla Barnahúsið með auknum fjárveitingum og telur koma til greina að skikka dómara til að nota þjónustu þess í dómsmálum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Það er raunar alveg furðulegt að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, skuli árum saman hafa sniðgengið Barnahúsið ítrekað, þrátt fyrir að það sé löngu orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Þar geta dómarar yfirheyrt börn í öruggu umhverfi, þar sem þeim er látið líða vel og líklegra er en ella að fáist fram raunsönn frásögn af brotum sem þau hafa orðið fyrir. Tillögur nefndarinnar eru gott og jákvætt skref, en það liggur á að fylgja orðum eftir með efndum og auka fjárveitingar til málaflokksins strax á næsta þingi. Skilvirk meðferð kynferðisbrotamála er mikilvægur hluti þess fyrsta verkefnis ríkisvaldsins að gæta öryggis borgaranna.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun