Vinstri menn og atvinnulífið Margrét K. Sverrisdóttir skrifar 8. apríl 2013 06:00 Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú, þegar kosningar til Alþingis nálgast óðfluga, fara ýmsar gamlar draugasögur á kreik. Ein klisjan er sú, að vinstri menn séu andsnúnir eflingu atvinnulífsins, kunni ekki að fara með opinbert fé og leggi ekki næga alúð við að laða erlent fjármagn að landinu. Núverandi ríkisstjórn hefur mótað atvinnustefnu þar sem hugvit og sköpunarkraftur atvinnulífsins er í forgrunni. Atvinnustefnu sem styður við stofnun og vöxt fyrirtækja m.a. með endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar, stóreflingu samkeppnissjóða og lagaramma um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þá var komið á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar sem hafa laðað erlenda kvikmyndagerðarmenn að landinu og stórbætt hag innlendrar kvikmyndagerðar. Einnig var hrundið í framkvæmd stórátaki á sviði ferðaþjónustu sem hefur skilað öflugri ferðaiðnaði en nokkru sinni fyrr. Þetta tókst þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður eftir hrun. Traustur gjaldmiðill nauðsynlegur Við viljum sannarlega efla frjálst og skapandi atvinnulíf en til þess að það geti orðið þurfum við öflugri gjaldmiðil. Það, að við búum við ónýta krónu og gjaldeyrishöft, er ekki eitthvað sem ríkisstjórnin valdi sér, heldur afleiðing af óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um árabil. Ríkisstjórnin hefur líka unnið hörðum höndum að því á þessu kjörtímabili að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í auðlindum landsins með nýrri, endurskoðaðri stjórnarskrá sem stjórnarandstaðan á þingi hefur haldið í heljargreipum að undanförnu af því að þeir flokkar standa vörð um sérhagsmuni en ekki hagsmuni almennings í landinu. Ríkisstjórnin setti lög sem bönnuðu varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu ríkis og sveitarfélaga og mótaði orkustefnu fyrir Ísland. Við viljum tryggja að þjóðin sjálf fái varanleg yfirráð yfir auðlindum og að arðurinn renni til eflingar velferðarsamfélags og fjölbreytts atvinnulífs. Við leggjum árangur ríkisstjórnar velferðar og jafnaðar fyrir íslensku þjóðina í þessum kosningum. Ríkisstjórnar sem hefur verið ábyrg og traust og tókst að koma á efnahagslegum stöðugleika og ná tökum á ríkisfjármálunum við einhverjar erfiðustu efnahagsaðstæður sem nokkur ríkisstjórn hefur þurft að kljást við.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar