Það er gaman á netinu óháð aldri Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar 9. apríl 2013 00:01 Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun