Það er gaman á netinu óháð aldri Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar 9. apríl 2013 00:01 Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ég er pírati í eldri kantinum (50 ára) en ég er búin að vera á netinu síðan 1994 þegar ég fékk mína fyrstu tengingu heim til mín. Internetið hefur fært mér óteljandi skemmtilegar stundir, til dæmis þegar ég var heimavinnandi og langaði að finna fólk sem deildi mínum áhugamálum. Þá fann ég minn fyrsta póstlista, The Knitlist, sem var helgaður prjónaskap. Þetta leiddi af sér að ég kynntist prjónafólki um allan heim og fljótlega fóru að berast garnsendingar frá útlöndum með alls konar spennandi dóti. Ég fékk líka tækifæri til að kynnast fólki í eigin persónu sem kom hingað sem ferðamenn og fór ótal ferðir með fólki í prjónabúðir og útsýnisrúnta. Þetta víkkaði minn sjóndeildarhring umtalsvert og ég fór að skoða aðra póstlista og finna önnur áhugamál. Þegar ég byrjaði í háskólanámi þá kom internetið líka að góðum notum, þar var hægt að finna alls konar upplýsingar og gögn sem nýttust mér vel í náminu. Áður en ég vissi af þá var ég farin að gera heimasíður og skrifa HTML og ýmsa hluti sem mig hefði ekki dreymt um. Án internetsins þá hefði ég örugglega ekki endað á því að vinna í hugbúnaðargerð eða fara og heimsækja fólk í útlöndum sem ég hafði aldrei séð áður. Ég flutti til dæmis til Bretlands, á lítinn stað úti á landi, bara af því að ég átti netvinkonu þar. Það hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki verið á netinu og aftur varð netið til þess að sjóndeildarhringurinn stækkaði.Góður félagi í 20 ár Ég hefði aldrei lært að spinna á rokk ef ég hefði ekki kynnst því á netinu eða lært hvernig á að búa til gott lasagna. Ég hefði líklegast ekki haft hugmynd um fyrirbærið Youtube, þar sem finna má allt milli himins og jarðar, gamla gamanþætti sem mamma mín benti mér á, tónlist eftir bæði þekkta og óþekkta listamenn og margt fleira. Ég væri ekki heldur í frábærum prjónaklúbbi sem byrjaði sem netpóstlisti og er núna farinn að hittast í hverri viku, okkur öllum til mikillar skemmtunar. Af því að internetið er búið að vera mér góður félagi í næstum 20 ár þá finnst mér sárt að sjá að stjórnvöld og fyrirtæki vilja fara að stjórna því. Með hugmyndum um að banna og ritskoða það sem ég má sjá, þá er verið að gera tilraun til að taka af mér réttinn til að gera það sem ég vil. Ég er hrædd um að fá ekki þær upplýsingar sem mig vantar eða fá ekki aðgang að efni sem ég vil nýta mér. Ég reikna nú ekki með að prjónaskapur verði ofarlega á bannlista neins staðar en hvað veit ég, það eru prjónasíður með alls konar skrítnum nöfnum sem gætu síast út. Þegar fólk heldur að netið sé undirrót alls ills varðandi höfundarvarið efni þá hugsa ég um Ravelry sem er síða fyrir prjóna-, hekl- og spunafólk með yfir þrjár milljónir notenda. Þar hafa sjálfstæðir og skapandi einstaklingar fundið farveg til að selja uppskriftir sínar gegn vægu gjaldi. Þetta fyrirkomulag gefst vel og ég er nokkuð viss um að það væri ekki eins mikil gróska í þessari grein án netsins. Þegar ég segi að netið sé ekki bara fyrir unga fólkið þá meina ég að allir, á hvað aldri sem er, geta notað netið og fundið félagsskap og afþreyingu eftir smekk hvers og eins. Hvort sem um er að ræða bækur, prjónaskap, ættfræði, Star Trek eða eitthvað annað, skellið ykkur á netið og verið með í hverju sem þið hafði áhuga á. Það er gaman að vera á netinu og það er gaman að vera pírati.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun