Afnemum verðtryggingu Magnús Orri Schram skrifar 10. apríl 2013 07:00 Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga? Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verðtryggingu var komið á 1980 til að tryggja að peningarnir héldu verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu.Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar myntar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuldir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna um 20% árið 2009 og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 milljónir, væri það lán komið í 39 milljónir í dag, þökk sé verðbólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar.Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræðum við ESB og ganga í myntsamstarf á næsta kjörtímabili.27.apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn vilja burt með verðtryggingu og lægri vexti. Það er ósanngjarnt að borga tvisvar og hálfu sinni fyrir íbúð þegar Danir borga fyrir eina og hálfa íbúð. Þarna munar heilli íbúð. Því segja jafnaðarmenn: burt með verðtrygginguna og lækkum vextina. En af hverju er verðbólga? Verðbólgan skapast vegna breytinga á gengi krónunnar. Verðtryggingu var komið á 1980 til að tryggja að peningarnir héldu verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólgu. Þannig veldur verðbólgan því að lánin hækka. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu.Dýrari íbúðir Þess vegna borgum við meira fyrir íbúðirnar en aðrir. Krónan veldur hærri vöxtum og hærri verðbólgu. Úr þessum vítahring verður ekki komist nema með upptöku annarrar myntar því þá lækka vextirnir og verðbólgan. 20% niðurfelling? Það væri gaman ef við gætum lækkað skuldir allra. En í raun myndi slíkt ekki breyta miklu. Ef við hefðum til dæmis lækkað skuldir heimilanna um 20% árið 2009 og 40 milljón króna lán hefði þá farið í 32 milljónir, væri það lán komið í 39 milljónir í dag, þökk sé verðbólgunni. Á móti værum við með 220 milljarða reikning og þyrftum að hækka skatta eða skera niður. Heimilin væru þannig í verri stöðu fjórum árum síðar.Breytum kerfinu Þess vegna er mikilvægt að breyta kerfinu því annars verðum við áfram föst og gerum ekki annað en að ýta vandanum áfram og yfir á börnin okkar. Það er hins vegar til ein leið úr þessu basli. Hún er sú að ljúka viðræðum við ESB og ganga í myntsamstarf á næsta kjörtímabili.27.apríl Þannig er valið skýrt í næstu kosningum. Annaðhvort breytum við kerfinu eða ýtum vandanum á undan okkur. Þess vegna telur Samfylkingin mikilvægt að halda áfram viðræðum við ESB.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar