Byggðin sem gleymdist Eyþór Jóvinsson skrifar 10. apríl 2013 07:00 Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði eru byggðamál sá málaflokkur sem fæstir telja mikilvægastan í komandi kosningum. Aðeins 6,8% aðspurðra telja byggðamál vera mikilvæg. Enn á ný virðast málefni landsbyggðarinnar ætla að gleymast. Þetta hryggir mig og veldur mér áhyggjum, því byggðamál og áhugi minn og ástríða mín fyrir þeim er hvatinn fyrir því að ég ákvað að stökkva inn á pólitíska sviðið og bjóða mig fram með Lýðræðisvaktinni í komandi kosningum. Byggðastefna stjórnvalda þarf ekki að vera flókin til að vera góð. Hún þarf aðeins að byggjast upp á heildstæðum lausnum, en ekki sértækum plástrum. Það höfum við haft að leiðarljósi við gerð byggðastefnu Lýðræðisvaktarinnar. Grunnþjónusta í heimabyggð Fyrir það fyrsta þarf að færa grunnþjónustuna aftur til landsbyggðarinnar. Það þarf að vinda ofan af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár og áratugi, sem gengur út á að færa alla helstu grunnþjónustu burtu frá fólkinu í landinu. Það felst til að mynda engin hagræðing í því fyrir fólkið í landinu að þurfa að sækja alla sjúkraþjónustu til höfuðborgarinnar. Lýðræðisvaktin vill efla alla grunnþjónustu í heimabyggð. Frjálsar strandveiðar Þá viljum við að sveitarfélög landsins njóti nálægðar við auðlindir sínar og fái af þeim réttmætan arð. Strandveiðar eru mikil lyftistöng fyrir sjávarþorp landins og við viljum efla þær enn frekar með því að gera þær frjálsar að fullu og allan fisk á markað. Ákvörðunarrétt til heimamanna Það þarf að styrkja sveitarstjórnirnar og sjálfstæði þeirra þannig að ábyrgð, fjárráð og ákvarðanatökur færist til þeirra. Það er mikilvægt að heimamenn hafi fullt vald yfir þeim ákvörðunum sem þá snertir. Ákvarðanir þarf að byggja á þekkingu heimamanna. Skattaafslátt til nýsköpunar Að lokum þarf að efla nýsköpun á landsbyggðinni og ýta undir hana með skattaafslætti á upphafsárum nýrra fyrirtækja á landsbyggðinni. Það þarf að gera landsbyggðina að vænlegum kosti fyrir frumkvöðla til að skapa sér og öðrum atvinnu. Einnig er mikilvægt að skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að koma heim að námi loknu og skapa sér störf sem byggja á menntun þess. Landsbyggðin þarf enga vorkunn eða ölmusu. Hún þarf frið frá stjórnvöldum til að byggja sig upp innan frá. Það þarf að gefa landsbyggðinni tækifæri til að skapa sína eigin framtíð á hennar eigin forsendum. Vera sjálfbjarga. Frekari útfærslur á byggðamálum má sjá á heimasíðu Lýðræðisvaktarinnar: xlvaktin.is
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun