Fagmennska og vönduð vinnubrögð Sigrún Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2013 07:00 Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein í Fréttablaðinu þann 6. apríl sl. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku? Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans. Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfólkið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins. Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra. Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Jón Kalman Stefánsson skrifar sterka ádeilu á stjórnmálin hér á landi í grein í Fréttablaðinu þann 6. apríl sl. Hann bendir á hversu takmörkuð áhrif Rannsóknarskýrsla Alþingis hefur haft, einkum miðað við nauðsyn þess að efla fagmennsku og að ákvarðanir séu teknar með fræðilegum röksemdum. Kannski er hér bent á mikilvægasta verkefni okkar hér á landi, að vera fagleg, vanda okkur og nota þekkingu. Þetta hljómar einfalt. En hvað er átt við með fagmennsku? Ein af grunnstoðum fagmennsku er vitundin um gildi og tilgang verka okkur. Fagmennska felst í því að hafa tengsl við tilganginn, grundvallarreglur og hugsjón starfa okkar. Fagmennska er ábyrgð allra en mikilvægasta hlutverkið er í höndum leiðtogans. Góður leiðtogi minnir á tilgang og hugsjón hvers verkefnis og fellir slíkt tal inn í daglegar samræður og gengur sjálfur á undan með góðu fordæmi. Þannig verður myndin af hugsjóninni skýr og speglast í daglegum störfum. Góður leiðtogi í heilbrigðisþjónustu minnir starfsfólkið á að allt er gert til þess að skjólstæðingum farnist vel. Góður leiðtogi í verslun minnir á að það er viðskiptavinurinn sem á að njóta góðs af öllu starfi verslunarinnar. Góður leiðtogi í stjórnmálum minnir á og er fyrirmynd þess að stjórnmál snúast um hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni landsins. Hvert einasta verk góðs leiðtoga endurspeglar fagmennsku, einlægan áhuga á hag annarra og ábyrgð gagnvart hagsmunum heildarinnar. Leiðtogi sem er ábyrgur og faglegur byggir ákvarðanir sínar á þekkingu og siðferðilegu gildismati. Fjölmörg dæmi eru um afburðaárangur slíkra leiðtoga. Stundum eru þeir nefndir hinir hljóðlátu leiðtogar sem leggja meiri áherslu á að hlusta en að tala og njóta þess best að sjá aðra blómstra. Björt framtíð er stjórnmálaflokkur sem berst fyrir vönduðum vinnubrögðum, fagmennsku og ábyrgð í stjórnmálum. Björt framtíð lítur svo á að fagmennska og fræðilegar röksemdir séu forsendur ábyrgra og árangursríkra ákvarðana.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar