Reimleikar í Reykjavík Kristinn Schram skrifar 12. apríl 2013 07:00 Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Niðurnídd hús eru í hugum margra birtingarmynd efnahagserfiðleika. Það er því kaldhæðnislegt að einn versti óvinur rótgróinna hverfa í Reykjavík hefur um langt skeið verið fjármagnsbrask og óheft markaðsöfl. Til þessa hafa verið fá meðöl til að taka á vanrækslu húsa nema það óhæfuverk að bera efnalitla út úr þeim. Reyndar leyfa borgaryfirvöld, og jafnvel fjármagnseigendur, sólinni stöku sinnum að skína á grasrótarhreyfingar um stund. Það er þó skammgóður vermir og að lokum fá lögformlegir og sterkefnaðir eigendur draugahúsanna sínu fram: Niðurrif. Sá draugagangur sem ríður húsum í borginni er því kerfislægur og verður ekki kveðinn niður með skammtímaauglýsingabrellum.Endalok „hjallastefnunnar“ í Reykjavík Með nýjum lögum um menningarminjar er hins vegar komin upp gerbreytt staða í húsverndunarmálum þar sem öll hús og mannvirki eldri en 100 ára teljast nú friðuð. Þar með eru loksins komnar forsendur fyrir því að uppbygging eldri hverfa í Reykjavík geti hafist undir nýjum formerkjum. Áður hefur það tíðkast að auðkýfingar kaupi upp gömul hús til að láta þau drabbast niður árum og áratugum saman í von um að þau verði á endanum rifin hópum saman og risaglerhýsi byggð í staðinn. Þeir hafa ekki þurft að bera nokkra ábyrgð á þessum eigum sínum. Þess hafa gömul og gróin hverfi í Reykjavík goldið því að enginn áhugi hefur verið á að endurnýja og bæta gömul og reisuleg hús. Menn hafa séð glerhýsin í hillingum og ólíkt því sem hefur gengið og gerst í flestum öðrum borgum í Evrópu hafa auðkýfingarnir haft hér algjört sjálfdæmi.Getuleysi eða róttækni Engar kröfur hafa verið gerðar til þeirra um að halda húsunum við og tryggja jákvæða nýtingu á þeim. Þannig hafa menn óáreittir getað stundað það sem réttast væri að kalla að kaupa „reiti“ í stað þess að leyfa heiðarlegu fólki að eignast einstök hús og hlúa að þeim. Slíkum reitum hefur svo verið haldið í gíslingu árum og áratugum saman og heilu hverfunum breytt í draugabæi. Talsmenn þessa hafa síðan verið svo ósmekklegir að kvarta undan „hjöllum“ í miðbænum og átt þá við ágæt hús sem hafa lent í klóm eigenda sem vanrækja húsin markvisst í von um að fá að rífa þau. Margir hafa verið andvígir þessu. Heilu stjórnmálaflokkarnir hafa gert þetta að meginmálum sínum. En getuleysið hefur verið algjört og vilja hefur skort til að breyta ástandinu róttækt. Þar hefur engu máli skipt hvort Reykjavíkurlistinn, Sjálfstæðisflokkurinn eða Besti flokkurinn hefur stjórnað Reykjavík. Mestu afrek stjórnmálamanna hafa verið að kaupa nokkur hús dýrum dómum til að koma í veg fyrir niðurrif. En með forystu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ríkisstjórn hafa ný lög um menningarminjar nú markað algjör tímamót í húsavernd Íslendinga.Lög í þágu samfélags Hundrað ára reglan breytir öllum forsendum í uppbyggingu í miðbænum. Allmörg hús í miðbæ Reykjavíkur eru á þeim aldri og nú eykst þrýstingurinn á eigendur að nýta húsin í stað þess að rífa þau. Það kann að vera af því minni skyndigróði en afleiðingin verður fegurri og heilbrigðari miðbær með betra mannlífi. Það hættir að vera ávinningur af því að kaupa gömul hús gagngert til niðurrifs. Í stað niðurrifsins er kallað á ábyrga og uppbyggilega nýtingu eignanna. Um það sem mun fylgja í kjölfarið eru mýmörg dæmi frá öðrum Evrópulöndum. Gömul hús munu fá að njóta sín og eftir nokkur ár mun enginn sakna niðurrifsstefnunnar. Með slíkri lagasetningu nær samfélag tökum á umhverfi sínu. Þannig má vinna í þágu samfélagsins en ekki sérhagsmuna þeirra sem fremja myrkraverk í skjóli markaðsfrelsis.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar