Ísland og erlendir kröfuhafar Steingrímur J. Sigfússon skrifar 13. apríl 2013 07:00 Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri. Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna. Útgreiðsla þessara eigna til kröfuhafa eftir því sem þær breytast í reiðufé í erlendri mynt hefur í sjálfu sér ekki bein áhrif á gjaldeyrisjöfnuð landsins enda lendir það utan okkar hagkerfis. Engu að síður þurfa erlendu kröfuhafarnir undanþágur frá fjármagnshöftunum. Þær er erfitt að veita fyrr en séð er fyrir endann á lausn málsins í heild og þá einkum hvernig eignarhlutur búanna í krónum verður meðhöndlaður. Þessi eignarhluti búanna í krónum samanstendur af ríflega tvisvar sinnum 200 milljörðum. Annars vegar er um að ræða eignarhlut þeirra í Íslandsbanka og Arion og hins vegar ýmsum öðrum krónueignum. Gamla snjóhengjan upp á um 400 milljarða er svo þar fyrir utan. Þannig að í heild er umfang málsins um 2.200-2.400 milljarðar króna.Samningar eða skattlagning? Hvað er nú til ráða í þessari stöðu? Augljósasti kosturinn er að láta reyna á tilboð á viðskiptalegum grundvelli eða þá einhvers konar samninga. Ómögulegt er að slá mati á niðurstöðu slíkra viðskipta eða samninga fyrirfram. Það er þó ljóst að eignarhlutir í evrópskum bönkum, hvað þá íslenskum, seljast langt undir bókfærðu nafnverði í dag. Kröfuhafar þyrftu því að sitja lengi fastir inni í íslensku hagkerfi ef þeir sættu sig ekki við verulegan afslátt. Með hinar hreinu krónueignir búanna hefði væntanlega hvort eð er alltaf farið eins og með krónur í snjóhengjunni, þ.e. að þeim yrði seint skipt á fullu álandsgengi. Annar kostur í stöðunni væri að beita útgönguskatti sem er vel þekktur þegar fjármagns- eða gjaldeyrishöft eru afnumin og hefur verið hluti af áætlun stjórnvalda um afnám hafta.Lögin frá mars 2012 lykillinn Það er því fátt nýtt í umræðunni um að gera megi ráð fyrir verulegri verðfellingu þessara krónueigna í eigu útlendinga eins og annarra krónueigna þeirra, að baki fjármagnshöftum, þegar að því kemur að skipta þeim í gjaldeyri. Vissulega kunna óþolinmóðir erlendir kröfuhafar að sætta sig við afslátt á eignum sínum gegn því að koma fjármunum sínum úr landi. En hvernig varð sú staða til? Jú, sú staða hefur orðið til vegna þess að Seðlabanki, ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafa á þessu kjörtímabili gert allt rétt til að tryggja hagsmuni landsins í þessu sambandi. Munar þar mest um samþykkt frumvarps meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar sem undirbúið var af Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu undir forustu undirritaðs í marsmánuði 2012. Þar voru eignir búanna færðar bak við fjármagnshöftin. Ef ég man rétt greiddi Sjálfstæðisflokkurinn atkvæði gegn því frumvarpi og viðstaddir Framsóknarmenn sátu hjá. Já, Framsókn sat hjá í þessu mikilvæga máli en þykist nú hafa fundið málið upp og eiga einkarétt á því að útdeila á grundvelli þess mögulegum óorðnum ávinningi.Stórvarasöm loforð Aðalatriðið er að vandað sé til þessarar vinnu og að gullgrafaraæði grípi ekki um sig þannig að við fórnum sterkri samningsstöðu sem við höfum byggt upp með hárréttum aðgerðum. Kosningaloforð sem ganga út á að ákveða fyrirfram niðurstöðu sem eigi að skila svo og svo miklum ávinningi og setja á okkur tímapressu til að hægt verði að efna loforðin eru stórvarasöm, óábyrg og ekkert annað en ódýrt lýðskrum. Fari eitthvað úrskeiðis í aðgerðum til að vinda ofan af fjármagnshöftunum gæti hagkerfið orðið fyrir miklu höggi. Krónan myndi veikjast sem þýddi verðbólguskot með tilheyrandi afleiðingum fyrir fyrirtæki og heimili. Því er mikilvægt að stíga engin skref fyrr en vissa er fyrir því að heildarlausn á vandanum sé fundin. Þetta er hægt með samstilltu átaki og þolinmæði að vopni.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun