Skattlagning á banka fyrir skuldara Össur Skarphéðinsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun