Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Hákon Einar Júlíusson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar!
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun