Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Hákon Einar Júlíusson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það. Í kjölfarið hefur mikil jafnréttisumræða farið af stað vegna meintra „andfeminískra“ ummæla frambjóðenda Pírata fyrir mörgum árum og fólk brýtur eflaust heilann um hver jafnréttisstefna Pírata er í raun og veru. Ekkert hefur verið minnst á kynjakvóta eða handstýringu á sætaúthlutun frambjóðenda eftir kyni, enda fór ekkert slíkt fram þegar kosið var á framboðslistana. Áhuginn á framboðinu var einfaldlega það mikill frá báðum kynjum að við töldum ekki vera þörf á því. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkanna skiptast nokkuð jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%, fyrstu sæti kjördæmanna hafa síðan jafnt vægi, þrjár konur og þrír karlmenn. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Píratar eru öðruvísi... í alvöru! Við gerum ekki ráð fyrir því að fólk sé óupplýst og að konur hafi ekki áhuga á því að bjóða sig fram eða taka þátt í stjórnmálum og samfélaginu. Samfélagið á aldrei að gera ráð fyrir því að fólk hafi ekki áhuga á því að bæta samfélag sitt, sérstaklega ekki kvenfólk þar sem stór hluti velferðarstarfa er til dæmis í þeirra umsjá. Mikil jafnréttisbylting hefur átt sér stað á síðustu áratugum þrátt fyrir að margt megi ennþá bæta, sérstaklega launakjör, það efast Píratar ekkert um. Á meðal Pírata er gríðarlega flott og réttsýnt fólk, það er ofar í okkar huga en að einblína á af hvaða kyni það er. Málefni, réttlæti og framfarir eru okkar helstu baráttumál. Upplýsingaskylda stjórnvalda, frjálst internet, frjálsir einstaklingar, beint lýðræði og mannréttindi eru í forgrunni. Við viljum ekki að annað kynið hafi meira vægi en hitt, ekki í neinum málum, það er ein grunnstoð okkar borgararéttinda, þannig að já... auðvitað eru Píratar jafnréttissinnar!
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar