Ríó kitlar Kobba Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 06:00 Jakob Jóhann á Íslandsmetin í 50, 100 og 200 metra bringusundi bæði í 25 og 50 metra laug. Fréttablaðið/Anton Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“ Sund Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Fjarvera Jakobs Jóhanns Sveinssonar á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug um liðna helgi vakti athygli. Sundmaðurinn þrítugi hefur verið fastagestur á mótinu frá unga aldri en nú gengur skólinn fyrir. „Hefði ég ekki verið svo upptekinn í skólanum hefði örugglega verið skrítið að sitja heima og gera ekki neitt,“ segir Jakob sem nemur umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann er í skólanum allan daginn en heldur sér þó í góðu formi. „Ég lyfti þrisvar í viku, syndi þrisvar í viku og fer í fimleika þrisvar í viku,“ segir Jakob en leggur áherslu á að hann sé bara að leika sér. Hvernig níu æfingar í viku geti flokkast sem leikur er líklega erfitt fyrir alla að skilja nema þá sem þekkja til Jakobs. Agi og metnaður hafa einkennt hans sundferil enda er hann einn fimm Íslendinga sem farið hafa fjórum sinnum á Ólympíuleika fyrir Íslands hönd. Heyrst hefur að Jakob Jóhann stefni ótrauður á leikana í Ríó 2016 en hann vill þó spara yfirlýsingarnar að sinni. „Ég hef sagt það en ég er að sjá til. Það er mjög freistandi að fara þangað,“ segir Jakob. Hann er að skoða hvernig hann geti æft öðruvísi fram að leikunum. Hvað hann geti gert betur og sækir í reynslubanka íþróttafólks í sundinu, lyftingunum og fimleikunum í þeim tilgangi. „Það er oft þannig þegar íþróttafólk hættir, að það hugsar hvernig það hefði getað gert hlutina öðruvísi,“ segir Jakob. Hann viðurkennir að það kitli að verða fyrsti Íslendingurinn til að fara á fimm Ólympíuleika. Hann myndi ekki aðeins skrá sig í sögubækurnar hér á landi því aðeins sjö sundmenn og sex sundkonur hafa farið svo oft á leikana. „Nú hugsar maður bara um skólann. Ef hann gengur vel getur maður haldið áfram,“ segir Jakob, sem hefur tekið einn og einn áfanga í náminu undanfarin ár. Nú er hann svo gott sem búinn með námsefni fyrsta ársins og í fullu námi á öðru ári. Hann stefnir á að klára umhverfisverkfræðina og fara í meistaranám í landslagsskipulagi. Sundið er þó langt í frá komið á hilluna. „Þegar maður er að hvíla sig getur maður séð alla þá hluti sem maður gæti gert betur.“
Sund Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira