Erlendi risinn á bak við íslenska nafnið Viðar Þorkelsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ágreiningur er milli Valitor og Samkeppniseftirlitsins um túlkun samkeppnislaga varðandi starfsemi fyrirtækisins á árunum 2007-2008. Þar hefur m.a. verið litið framhjá þeirri staðreynd að Valitor var ekki í beinni í samkeppni við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu* á þessum tíma, heldur við erlenda risann á bak við íslenska nafnið. Það vekur undrun að hér skuli kosið að láta sem eftirfarandi samhengi skipti engu máli. Skandinavíska færsluhirðingarfyrirtækið Teller (áður PBS) er eitt af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í Evrópu og er velta Teller um 15 sinnum meiri en velta Valitor. Teller dafnar vel í skjóli yfirgnæfandi markaðshlutdeildar í Danmörku með fulltingi yfirvalda þar í landi og er að auki með yfirburðastöðu á mörkuðunum í Noregi og Finnlandi. Árið 2002 hélt þetta erlenda risafyrirtæki innreið sína á íslenska markaðinn, ekki þó undir eigin nafni heldur undir nafninu Kortaþjónustan, sem var í raun söluskrifstofa fyrir Teller hér á landi. Allar færslur voru að sjálfsögðu sendar úr landi til Danmerkur enda var Teller hinn raunverulegi færsluhirðir en ekki Kortaþjónustan. Munurinn á íslenskum færsluhirðingarfyrirtækjum og erlendum kom svo vel í ljós þegar mest á reyndi í kjölfar hrunsins 2008 og flestar dyr lokuðust á Íslendinga. Þá tókst Valitor og Borgun með erfiðismunum að halda uppi eðlilegri þjónustu og gera reglulega upp við sína viðskiptavini. Teller lét sig hins vegar ekki varða meira um íslenska hagsmuni en svo að röskun, jafnvel upp á margar vikur, varð á greiðslum til hérlendra fyrirtækja með tilheyrandi afleiðingum fyrir sum þeirra.Holur hljómur Það hefur því holan hljóm þegar Kortaþjónustan kvartar sáran undan samkeppninni við Valitor eins og kom fram nýverið í fréttatilkynningu Kortaþjónustunnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Valitor keppti ekki við Kortaþjónustuna í færsluhirðingu 2007-2008 heldur við erlenda risann, Teller, á bak við íslenska nafnið. Hinn raunverulegi keppinautur, Teller, hefur á hinn bóginn aldrei kvartað undan samkeppninni við Valitor enda ekki undan neinu að kvarta í samkeppni við 15 sinnum minna fyrirtæki. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar enn ekki hafa áttað sig á þessu sjónarspili og hefur gengið langt í að vernda hagsmuni erlenda risans á kostnað Valitor. Þó að skýrt liggi fyrir að Valitor, Teller og Borgun voru einu fyrirtækin sem kepptu á íslenska færsluhirðingarmarkaðnum á umræddum tíma, kýs Samkeppniseftirlitið einatt að stilla söluskrifstofunni, Kortaþjónustunni, upp sem keppinaut Valitor en ekki hinum raunverulega keppinaut, risanum Teller. Í Danmörku eru öfgarnar í hina áttina. Þar slá yfirvöld skjaldborg um yfirgnæfandi markaðshlutdeild óskabarnsins Teller á danska markaðnum og kannski táknrænt að sjálfur Seðlabankinn danski á hlut í fyrirtækinu. Erlendum fyrirtækjum, hverju nafni sem þau nefnast, er gert nær ómögulegt að taka þátt í samkeppni á heimamarkaði Teller, enda telja dönsk yfirvöld þjóðhagslega afar mikilvægt að hafa mjög öflugan innlendan færsluhirði í landinu. Í Danmörku hefur Teller um 85% markaðshlutdeild í færsluhirðingu en til samanburðar hefur Valitor rúmlega 40% markaðshlutdeild í færsluhirðingu á sínum heimamarkaði á Íslandi. Því er við að bæta að Valitor hefur kært Teller fyrir ólöglegar viðskiptahindranir á danska markaðnum en félagið hefur rekið þar eigin skrifstofu frá árinu 2008. Valitor fagnar allri samkeppni sem er á jafnréttisgrunni. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að sömu reglur gildi um alþjóðlega samkeppni í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins þ.m.t. á Íslandi og í Danmörku. * Færsluhirðing er þjónusta sem felst í því að miðla færslum milli korthafa og söluaðila (t.d. verslana). Færsluhirðirinn veitir söluaðilum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum, tekur við færslum þeirra og greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun