Brettum upp ermar í umgengni við náttúruna! Ingunn St. Svavarsdóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál! Stoltið okkar, Vatnajökulsþjóðgarður, með öllum sínum náttúruperlum, auðnum og fágætri fegurð er dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um. Við gætum a.m.k. til jafns við utanlandsreisurnar farið í vettvangskannanir um landið okkar þvert og endilangt með skólabörnin okkar – frætt þau og kennt þeim að meta, njóta, ganga vel um og þykja vænt um íslenska náttúru. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um rétt okkar og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Óspillt náttúra og hreint óspillt umhverfi heyra til lífsgæða og mannréttinda eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur hefur borið af leið, en ef við tökum höndum saman nú þegar þá getum við 1) kennt börnunum okkar frá leikskólaaldri og upp úr að umgangast íslensku viðkvæmu náttúruna okkar af virðingu og þakklæti, 2) krafist þess að ánauð ferðamanna á viðkvæma staði sé stjórnað með ítölu og/eða með hæfilegu gjaldi til að grípa til varúðar- og verndarráðstafana í tæka tíð á þeim stöðum sem nauðsyn krefur, 3) aukið umhverfisvöktun. Lýðræðisvaktin vill að lög um land og nýtingu þess séu í samræmi við nýja stjórnarskrá með almannahag að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf enginn að segja mér að við séum ekki allir Íslendingar slegnir yfir því hvernig komið er fyrir Lagarfljótinu! Látum það verða okkur lexía til að læra af. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Almenningi og hagsmunaaðilum verður með nýrri stjórnarskrá gert kleift að leita til dómstóla um ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru – og jafnframt verður komið í veg fyrir að slíkum málum verði vísað frá vegna skorts á lögmætum hagsmunum. Lýðræðisvaktin vill virkja okkur, fólkið sjálft, til ábyrgðar og ákvörðunar um eigin mál! Stoltið okkar, Vatnajökulsþjóðgarður, með öllum sínum náttúruperlum, auðnum og fágætri fegurð er dýrmæti sem okkur ber að standa vörð um. Við gætum a.m.k. til jafns við utanlandsreisurnar farið í vettvangskannanir um landið okkar þvert og endilangt með skólabörnin okkar – frætt þau og kennt þeim að meta, njóta, ganga vel um og þykja vænt um íslenska náttúru. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um rétt okkar og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru. Óspillt náttúra og hreint óspillt umhverfi heyra til lífsgæða og mannréttinda eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur hefur borið af leið, en ef við tökum höndum saman nú þegar þá getum við 1) kennt börnunum okkar frá leikskólaaldri og upp úr að umgangast íslensku viðkvæmu náttúruna okkar af virðingu og þakklæti, 2) krafist þess að ánauð ferðamanna á viðkvæma staði sé stjórnað með ítölu og/eða með hæfilegu gjaldi til að grípa til varúðar- og verndarráðstafana í tæka tíð á þeim stöðum sem nauðsyn krefur, 3) aukið umhverfisvöktun. Lýðræðisvaktin vill að lög um land og nýtingu þess séu í samræmi við nýja stjórnarskrá með almannahag að leiðarljósi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar