Núðlusúpa eða spagettí? Upprætum fátækt Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 19. apríl 2013 06:00 Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti ræður ekki ríkjum á Íslandi. Ekki heldur jöfnuður. Sumir Íslendingar eru svo fátækir að þeir verða að skilja mjólkurlítrann eftir í búðinni af því að peningarnir duga ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Síðustu tíu daga mánaðarins eru borðaðar núðlusúpur og spagettí með tómatsósu. Fjöldi fólks vinnur hörðum höndum alla ævi án þess að eiga fyrir salti í grautinn. Á meðan taka vel stæðir landar þeirra þátt í keppni á Facebook um að vinna iPod eða utanlandsferð. Skoðum þrjár stoðir í stefnu Pírata sem geta aukið jöfnuð og bætt kjör almennings; beint lýðræði, frjálst internet, gagnsæi. Beint lýðræði færir öllum, ekki bara sumum, aðgang að því að móta stefnu í stóru málunum. Það er eina leiðin til að tryggja að fátækir ráði einhverju um efnahags-, velferðar-, heilbrigðis- og menntamál. Ég varð Pírati út af því að áhersla á lárétt lýðræði (en ekki lóðrétt) er eina pólitíkin sem getur skilað okkur verulega góðu samfélagi. Píratar hafa m.a.s. samið kosningakerfi á internetinu til að prófreyna ákvarðanatöku með þessum hætti. Lárétt lýðræði leggur ábyrgð á okkar herðar en færir okkur líka réttinn til ákvarðanatöku í samfélagsmálum. Væri það ekki dásamlegt að geta sagt: „Ég tók þátt í að móta þessa stefnu“ í staðinn fyrir að segja „þeir eru allir jafn vitlausir þessir stjórnmálamenn“. Mér finnst það.Jöfnunartæki Netið er jöfnunartæki svo fremi okkur takist að verja það fyrir árásum þeirra sem vilja koma böndum á það. Það er annað heimili ört vaxandi fjölda fólks og þangað er til að mynda hægt að sækja sér margvíslega menntun á eigin forsendum og án þess að taka námslán. Píratar beita sér fyrir opinni, fjölbreyttri og vandaðri menntun og námsgögnum, á internetinu og annars staðar. Netið er líka gríðarlega mikilvægur þáttur fyrir efnahaginn. Við erum svo fá að við gætum sem þjóð þegið stóran hluta af tekjum okkar af internetinu og með því að vera netvænt land. Við gætum upprætt fátækt með skynsamlegri ráðstöfun þessara tekna. Loks er internetið besti hugsanlegur vettvangur til að verjast hvers kyns kúgun og öðru ofbeldi, og til að bæta heiminn. Þess vegna er okkur Pírötum svona annt um friðhelgi einkalífsins á internetinu. Ég ólst upp í fátækri fjölskyldu. Ég er fyrir löngu búin að átta mig á því að vitneskja er vald og að án hennar er erfitt að brjóta fjötrana sem viðhalda þessum óboðna gesti. Afkoma fjölda Íslendinga er fáránlega rýr. Sjálfbær endurnýjun stéttskiptingar er í fullum blóma og fátækt er hætt að vera fréttnæm svo neinu nemi. Ætlum við bara að sætta okkur við hana? Píratar berjast fyrir því að allir viti hvað er að gerast á Alþingi, stofnunum, bönkum og fyrirtækjum sem geta með ákvörðunum sínum þurrkað út heil byggðarlög. Við upprætum fátækt þegar við fáum upplýsingar, aðgang að ákvörðunum og aðrir hætta að geta möndlað með okkar mál eins og þeim sýnist í leynd bak við luktar dyr.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun