Allt veltur á Framsóknarflokknum 20. apríl 2013 07:00 Stjórnmálafræðingarnir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“ Kosningar 2013 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti í stjórnmálum og ofnotaðasti frasi sögunnar – vika er langur tími í pólitík – hefur heldur betur reynst sannur. Fyrir viku féllu öll vötn til Framsóknarflokksins, þar með talið sprænur og lækir sem áður höfðu vætt lendur Sjálfstæðisflokksins. Eftir viðtal Bjarna Benediktssonar í Ríkisútvarpinu, á fimmtudag í síðustu viku, hefur orðið viðsnúningur á fylginu. Sjálfstæðisflokkur bætir við sig en fylgi Framsóknarflokksins dalar. Þetta getur haft afgerandi áhrif á stjórnarmyndunarviðræður að kosningum loknum. Vissulega má segja að það sé fullsnemmt að fara að mynda ríkisstjórn, en allar kannanir sýna sömu tilhneigingarnar og áhugafólk um stjórnmál veit fátt skemmtilegra en að rýna í stöðuna. Nú skal rýnt.Stærðin skiptir víst máli Venjan hefur verið sú í íslenskum stjórnmálum að formaður stærsta stjórnmálaflokksins verður forsætisráðherra, sitji sá flokkur á annað borð í ríkisstjórn. Á þessu eru undantekningar, Geir Hallgrímsson varð ekki forsætisráðherra árið 1983 enda utan þings og Davíð Oddsson eftirlét Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherrastólinn árið 2004. Stjórnmálafræðingarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Stefanía Óskarsdóttir eru sammála um að líklegasta stjórnarmynstrið sé samstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Næsti forsætisráðherra verður því annaðhvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Bjarni Benediktsson, eftir því hvor flokkurinn verður stærri. „Frá sjónarhóli þessara tveggja flokka er aðalspennan í kosningunum héðan af hvor þeirra verður stærri. Það eru verulegar líkur á því að sá sem verður stærri muni fá forsætisráðherraembættið,“ segir Gunnar Helgi. Stefanía segir að það gæti orðið vandamál hvernig eigi að uppfylla kosningaloforð Framsóknarflokksins. „Kjósendur hafa sýnt lítið traust til stjórnmálamanna og -flokka og það hefur verið neikvætt andrúmsloft gagnvart þeim. Það verður því rík krafa um að þeir efni kosningaloforðin sín.“ Stærð flokkanna hefur áhrif á vægið í stjórnarmyndunarviðræðum, á það hve mikið þarf að gefa eftir. Þar koma þó aðrir möguleikar á stjórnarmyndun einnig til sögunnar.Fleiri möguleikar Framsóknar Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur og hefur í gegnum söguna ýmist brosað til vinstri eða hægri. Á þetta hefur Sigmundur Davíð lagt áherslu í þessum kosningum og því ekki útilokað neitt stjórnarmynstur. Gunnar Helgi segir að flokkurinn eigi möguleika á vinstri stjórn, en ekki virðist nein önnur tveggja flokka stjórn í spilunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er frekar afgerandi búinn að loka sig frá vinstra samstarfi, með afstöðu í Evrópumálum, sem er að vísu ekki svo ólík afstöðu Framsóknarflokksins, en svo hefur hann verið með harðari skattalínu o.þ.h. sem mun ekki auðvelda stjórnarmyndun þá leiðina. Það veikir Sjálfstæðisflokkinn í stjórnarmyndun og styrkir stöðu Framsóknarflokksins.“ Stefanía tekur undir það að Framsókn hafi fleiri möguleika en Sjálfstæðisflokkurinn. „Það þýðir að allt veltur á Framsóknarflokknum og gefur honum sterka samningsstöðu.“
Kosningar 2013 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira