Sátt um að halda áfram Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. apríl 2013 06:00 Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun