Um málefni líðandi stundar Eiður Ragnarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið þungt hugsi yfir ýmsu undanfarna daga og vikur. Gott gengi Framsóknarmanna er eitt og sýnist mér að það kalli fram hin ólíklegustu viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga eða það er s.s. ekkert nýtt, það hefur löngum verið í tísku að tala niður til Framsóknarmanna. En ég hafði ekki ætlað að tjá mig um Framsóknarflokkinn sérstaklega heldur annað sem tengist inn í hina pólitísku umræðu þessa dagana. Það er ein spurning sem ég þarf að kasta fram til glöggvunar á því hvert ég er að fara, en hún er: Hvað er stjórnmálaflokkur? Já, hvað er nú það? Stjórnmálaflokkur, sama hvaða nafni hann nefnist, er ekkert annað en fólkið sem í honum er. Hann er ekki verri eða betri eftir því hversu gamall hann er eða hvaða nafn hann ber, heldur stjórnast hans tilvist og veruleiki einvörðungu af því fólki sem gefur af sínum tíma, langflest í sjálfboðavinnu, til að móta stefnur og strauma og stefna þá leið sem það telur vera heillavænlegasta fyrir land og þjóð. Flestir eru þarna af einskærum áhuga á málefninu og eru tilbúnir til að gefa sína vinnu til að fylgja hugsjón, sameiginlegu markmiði og eru sammála um leiðina að því markmiði. Um þetta fólk (og rétt er að taka fram að ég er einn af þeim) ættu menn að tala af virðingu þó svo að ekki séu menn sammála áherslum, það ætti sérstaklega að tala af virðingu um fótgönguliða „flokksins“ hvort sem hann er glænýr eða eldgamall, hvort sem hann er stór eða lítill, hvort sem hann er vinstri eða hægri. Það er nefnilega einu sinni svo að það er þetta fólk sem mótar stefnuna, það er þetta fólk sem þingmennirnir eru að vinna í umboði fyrir og þeir eiga að framfylgja stefnu sem sett er á landsþingum og öðrum samkomum flokkanna af þessu fólki. Það að halda því fram að það sé nóg að flokkurinn sé nýr til að um hann blási ferskir vindar er auðvitað óttalegur misskilningur, því að mig grunar að það séu nú frekar fáir eftir af upprunalegum stofnfélögum elstu flokkanna, sennilega líka hjá þeim yngri, nema kannski hjá framboðum sem stofnuð eru á síðustu metrum kjörtímabilsins. Sú bábilja að nefna endalaust fjórflokkinn sem eitthvert skrímsli með horn og hala, sjálfstæðan vilja og illa tilveru, er ekki fólki, sem vill málefnalega upplýsta og uppbyggandi umræðu, til framdráttar og það að halda þessu sífellt á lofti sýnir einungis að viðkomandi einstaklingar eru ekki tilbúnir í málefnalega umræðu. Það mætti rétt eins tala um öll nýju framboðin af sömu fyrirlitningu og segja að þau séu öll full af tækifærissinnum, með ekkert bakland og þeirra eina hugsun sé að skara eld að eigin köku. En það myndi einmitt sýna sömu málefnaþurrð og vera umræðunni lítið til framdráttar. Við getum nefnilega haft áhrif í hvaða flokki sem við viljum, algjörlega án tillits til þess hvað hann heitir, bara ef við nennum að leggja tíma okkar og vinnu í það og hér á það sama við og í öllu öðru, það verður engu komið í verk nema menn vilji leggja á sig vinnu og séu tilbúnir til að fylgja henni eftir. Langstærsta vandamálið í íslenskri pólitík er nefnilega almennt áhuga- og þátttökuleysi almennings. Það hefur reyndar komið fyrir að sterkir leiðtogar taka völdin og grasrótin hefur lítið um það að segja hvað gert er og sú hætta er alltaf til staðar þar sem hópur velur sér forystu, sama hvort það eru pólitísk samtök eða golfklúbbur. En til þess að lágmarka hættuna á því eru til lög og reglur, settar af viðkomandi félagi og samfélaginu, sem okkur ber að fara eftir og þess vegna er forystan valin með reglulegu millibili. Einnig sýnir það okkur að við eigum að vera gagnrýnin á verk forystu og best er að rýna til gagns innan frá, það er enginn þrýstingur að gagnrýna utan frá, þá er maður „andstæðingur“ en ekki „samherji“ og við eigum það nú víst til að taka því fálega sem kemur frá andstæðingum okkar, ekki satt? En það sem ég er að reyna að segja er einungis eitt. Reynum að hefja okkur yfir þann skotgrafahernað sem tíðkast hefur mikið undanfarin misseri þegar kemur að pólitík (reyndar ekki bara undanfarin misseri). Hvetjum til fordómalausrar og málefnalegrar umræðu því annars náum við engum árangri. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um það að gagnkvæm virðing fyrir málefnum og áherslum framboða er nauðsynleg til að endurvekja það traust sem sýnilega hefur skort á stjórnvöldum og Alþingi. Að málefnaleg umræða um sömu áherslur og málefni er það eina sem getur rétt kúrsinn og komið okkur á þann stað sem við viljum vera. Góðar stundir.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar