Íslendingar snúa heim Steingrímur J. Sigfússon skrifar 20. apríl 2013 06:00 Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umtalsvert fleiri fluttu til landsins en frá því á 1. fjórðungi 2013 samkvæmt tölum Hagstofunnar og er það annan ársfjórðunginn í röð. Þetta eru mikil og góð umskipti frá árum fyrst eftir hrun, einkum frá árinu 2009. Að sjálfsögðu gleðitíðindi og staðfesta aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi. Bati á vinnumarkaði á hlut að máli og ríma þessar tölur um jákvæðan flutningsjöfnuð ágætlega við tölur um lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Fleira fólk flytur heim því meiri vinnu er að hafa.Jákvæður jöfnuður á 1. fjórðungi Á fyrsta fjórðungi í ár fluttu 520 fleiri til landsins en frá því. Stór hluti (+485) þessa hóps var erlendir ríkisborgarar. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru þó einnig fleiri (+35) en brottfluttir. Á síðasta ársfjórðungi liðins árs fluttu einnig lítillega fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Þetta ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega á nýjan leik (rúmlega 1.000 manns á fyrsta ársfjórðungi). Vissulega fluttu margir frá Íslandi, einkum á árinu 2009 eins og áður sagði, en þar munaði mest um mikinn fjölda fólks af erlendum uppruna sem hingað hafði komið til vinnu á þenslu- og vitleysistímanum fyrir hrun. Landsmönnum fækkaði lítillega á árinu 2009 í fyrsta skipti í heila öld, en þegar upp er staðið gerðist það aðeins á því eina ári. Þróunin nú er mjög jákvæð séð í því sögulega ljósi að á löngum árabilum hefur flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara haft tilhneigingu til að vera neikvæður án þess að nokkuð efnahagshrun kæmi til.Atvinnuleysi á niðurleið Margir andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Samband ungra sjálfstæðismanna ályktaði sérstaklega um þessa búferlaþróun fyrir ríflega ári með yfirfyrirsögninni „Landflótti áfellisdómur yfir ríkisstjórninni“. Morgunblaðið birti greinaflokka um hið sama, einmitt þegar málin voru augljóslega að færast til betri vegar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar fólksflutningana frá Íslandi saman við flutningana til Vesturheims fyrir um 120 árum í ræðu á Alþingi árið 2011. Fyrirliggjandi staðreyndir sýna hversu fjarstæðukenndur allur samanburður er við hina stórfelldu fólksflutninga á Vesturfaratímanum. Nei, atvinnuleysistölur síðustu missera og fólksfjöldatölurnar nú afsanna slíkt svartsýnistal. Atvinnuástand síðustu misserin hefur farið batnandi. Þetta er augljóst þegar vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og skráð atvinnuleysi Vinnumálastofnunar er skoðað. Atvinnuleysið hefur minnkað um allt land og nam 5,3% samkvæmt Vinnumálastofnun í mars samanborið við 7,1% í mars í fyrra. Það stefnir því í að skráð atvinnuleysi verði á bilinu 3-4% á háannatímanum síðsumars. Þessar batnandi horfur hafa áhrif á ákvarðanir fólks um flutninga milli landa. Þær vísbendingar sjást vel í búferlaflutningstölum Hagstofunnar.Ísland stendur vel Eins og fram kom hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) fljótlega eftir hrun taldi hann að búast mætti við 3-4% fólksfækkun miðað við þáverandi spá um samdrátt efnahagslífsins. Það hefðu orðið þungbærar tölur. Nú liggur hins vegar fyrir að fækkunin varð hverfandi og stóð stutt. Í samanburði við kreppuna í Færeyjum árið 1990 hefur Ísland sloppið ótrúlega vel. Í kjölfar kreppunnar í Færeyjum fluttu um 10-12% Færeyinga af landi brott. Raunar er Færeyingum enn að fækka nú síðustu tvö árin jafnvel þótt hagkerfi þeirra hafi farið mun betur út úr fjármálakreppunni en okkar. Staðan á Írlandi, í Portúgal, á Spáni og svo ekki sé nú talað um í Grikklandi er hins vegar mjög alvarleg. Þar flytur fólk, ekki síst ungt fólk, unnvörpum burt jafnvel í veikri voninni einni saman um eitthvað betra annars staðar. Hér hefur hins vegar greinilega tekist það vel til á þennan mælikvarða mælt að fleiri snúa nú heim en fara.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun