Frasa eða framkvæmdir? Ásgeir Böðvarsson og Eyjólfur Þorkelsson og Jón Pálmi Óskarsson skrifa 22. apríl 2013 15:00 Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vantraust til þingmanna er á vissan hátt skiljanlegt. Harkalegur niðurskurður heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni er mönnum í fersku minni. Raunar hefur sparnaður og „hagræðing“ í mörg ár verið fyrsta boðorðið. Vandamálunum mætt með niðurskurði en ekki nýsköpun; með frösum en ekki framkvæmdum. En má vera að núna liggi á borði framkvæmdavaldsins gullið tækifæri til að breyta frösum í framkvæmdir? Byggja upp traustið? Lítil nýliðun heimilislækna, einkum á landsbyggðinni, hefur farið hátt í umræðunni en sjúkrahús á landsbyggðinni hafa einnig glímt við mönnunarerfiðleika. Þeir erfiðleikar munu að óbreyttu einungis vaxa. Raunar glímir heilbrigðisþjónusta utan þéttbýlis við svipuð vandamál í mörgum löndum. Því er unnið að verkefninu ?Recruit and Retain? sem er samstarfsverkefni Íslands, Skotlands, Írlands, Noregs, Svíþjóðar, Grænlands og Kanada og er það hluti af norðurslóðaáætlun ESB. Starf læknis „í héraði“ er um margt frábrugðið starfinu „á mölinni“. Stuðningur annarra sérgreina og stoðstétta er minni svo þekking „héraðslæknisins“ og úrræði þurfa að vera víðfeðmari; þekking úr öðrum sérgreinum læknisfræðinnar, þekking úr öðrum fræðigreinum, þekking á staðháttum svæðisins sem hann þjónar. Vaktabyrði er almennt meiri og vandamál fjölbreyttari en félagslegur og faglegur stuðningur minni. Einnig er munur á þjónustuþegum í dreifbýli og þéttbýli. Alvarleg umferðarslys eru algengari, vinnuslys tengd háskalegum vélum, efnum eða skepnum eru algengari og alvarleg frítímaslys s.s. tengd útivist eða torfærutækjum eru einnig algengari. Aldursamsetning íbúa er oft önnur auk annarra félags- og efnahagslegra þátta.Áskorun til ráðherra Í mörgum löndum hafa læknar sérmenntað sig til að mæta þessum kröfum og fengið viðurkenningu í ?rural medicine?. Þannig hefur náðst að byggja upp læknisþjónustu ýmist með auknum akademískum eða félagslegum stuðningi, fjárhagslegum ívilnunum eða öðrum sértækum aðgerðum. Sem dæmi má nefna Kanada, Noreg og Ástralíu. Á síðasta aðalfundi Læknafélags Íslands var einróma samþykkt áskorun til velferðarráðherra um „að binda í reglugerð heimild til að læknir með sérfræðileyfi geti fengið viðurkennda undirsérgreinina dreifbýlislækningar“ og hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess. Þessi áskorun er mikilsvert framlag læknastéttarinnar til þess að bregðast við vanda landsbyggðarinnar sem hvetur jafnframt til þess að byggð verði upp sérhæfð kennsla á þessu sviði. Það frumkvæði sem felst í ofangreindri áskorun er þannig merkilegt og mikilvægt skref til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu, fræðasamfélags og byggðaþróunar og vel til þess fallið að snúa vörn í sókn. Við brýnum því verðandi þingmenn og ráðherra til að svara áskorun Læknafélagsins snöfurmannlega. Það yrði þeim til ævarandi vegsauka.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar