Handvalið lýðræði hjá Stöð 2 Eyþór Jóvinsson skrifar 23. apríl 2013 11:00 Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt flokkur mælist ekki með mikið fylgi eru hugmyndir flokksins, skoðanir og úrlausnir á vandamálum ekki síðri en hjá þeim flokkum sem mælast með meira fylgi. Engu að síður handvelur Stöð 2 þá flokka til að mæta í sjónvarpssal til að kynna sín málefni og lausnir á vanda þjóðarinnar. Í gærkvöldi var Stöð 2 með umræðuþátt fyrir oddvita flokka í Norðvesturkjördæmi, þar var aðeins fimm oddvitum boðið til að kynna sínar hugmyndir, sömu hugmyndir og þessir sömu flokkar hafa kynnt á fjögra ára fresti, allt frá því að ég man eftir mér. Með mislitlum árangri þó. Það er nefnilega svo að skoðanir manns á Skagaströnd eru ekkert verri eða minna virði en skoðanir manns í Reykjavík. Jafnvel þó það búi aðeins um 500 manns á Skagaströnd en 200.000 í Reykjavík. Tilveruréttur manna er jafn mikilvægur, hvort sem menn búa í fjölmennu samfélagi eða fámennu. Allir einstaklingar hafa ákveðnar grunnþarfir og hugsjónir óháð búsetu og íbúatölu. Það virðist oft gleymast. Sérstaklega í fjölmiðlum. Það sama má segja um stjórnmálaflokka. Tilveruréttur og skoðanir allra flokka hljóta að vega jafn þungt, óháð fylgi í skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það útilokar Stöð 2 einmitt þá flokka sem þurfa hvað mest á sinni kynningu að halda, þar sem þeir flokkar sitja ekki við sama borð og ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar sem hafa nær ótakmörkuð fjárráð til að kynna sig með auglýsingaefni. Það sem er sárast í þessu er að flokkar eins og Lýðræðisvaktin vantar svo sáralítið til að komast inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum eða rétt um 1% og er því í baráttu upp á líf og dauða til að ná því marki. Á sama tíma skiptir það Sjálfstæðisflokkinn litlu máli hvort að hann fái 23% eða 24% í komandi kosningum. En það skiptir Lýðræðisvaktina öllu máli hvort að hún fái 4% eða 5% um næstu helgi. Það er óásættanlegt að einn stærsti fjölmiðill landsins hafi hvorki lýðræðislegan kjark eða þor til að gefa mönnum tækifæri á að sitja við sama borð. Skammist ykkar!
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar