Hvað ætlarðu að gera við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Bolli Héðinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Með lögum um gjaldeyrismál sem sett voru fyrir réttu ári skóp núverandi ríkisstjórn þá samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum föllnu viðskiptabankanna sem þjóðin nýtur nú í dag og allir stjórnmálaflokkar ætla sér að nýta á næsta kjörtímabili. Umræðan í samfélaginu minnir aftur á móti mest á bollaleggingar um hvernig eigi að ráðstafa stórum happdrættisvinningi eða þann ágæta leik sem kenndur er við frúna í Hamborg. Að vísu er kálið ekki sopið, en þegar tekst að semja við kröfuhafana, hvað á þá að gera við peningana? Verða það jafn margir milljarðar og þeir sem mestu lofa segja okkur? Er þeim örugglega best varið með því að lækka skuldir allra sem skulduðu árið 2008? Eða væri þeim betur varið í að reka sjúkrahúsin á Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Neskaupstað og Vestmannaeyjum eða til að hækka bætur til öryrkja og einstæðra foreldra?Þreföldun barna- og vaxtabóta? Eins og málinu hefur verið stillt upp er eins og að sjálfsagt og eðlilegt sé að fjármununum verði varið í almenna skuldalækkun. Hvers vegna er þeim best varið svo? Er eitthvert vit í því að lækka skuldir moldríkra einstaklinga bara af því að þeir skulduðu árið 2008? Jafnvel þó svo skuldir allra skuldara verði lækkaðar um 10% verður þá ekki stór hópur áfram í vandræðum? Hvernig á að hjálpa þeim? Þarf ekki að láta sem mest renna til þeirra sem mest þurfa á skuldalækkunum að halda? Í óðagoti þeirra sem vilja skilyrðislausa skuldalækkun allra, jafnt þeirra sem hennar þurfa með og þeirra sem þurfa ekki á henni að halda, þá hefur algjörlega skort málefnalega umræðu um hvað kemur fólki best. Hvort það komi þeim ekki betur, sem eru í verulegum vandræðum, að fá hærri vaxtabætur og hærri barnabætur? Þær leiðir eru mun líklegri til að tryggja að fjármunirnir renni til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda og fleiri losni úr skuldaklafanum.Húseignir hækka í verði Forsendubresturinn (gengis- og vísitöluhækkunin) sem varð þegar lánin hækkuðu, mun með tíð og tíma leiða til þess að húseignirnar sem lánin hvíla á, hækka í verði. Þær munu einfaldlega hækka í verði vegna þeirrar verðbólgu sem forsendubresturinn olli. Þetta gerist ekki strax og það gerist ekki jafnt yfir línuna. Spurningin sem við hljótum þá að spyrja okkur er, eiga allir þeir einstaklingar sem fengu lánin sín lækkuð um 10% einnig að fá að njóta verðhækkunarinnar á húsnæðinu, af völdum sama forsendubrests, þegar þeir selja það? Og svo það sem flestir forðast að tala um, hvernig á að koma í veg fyrir að svona gerist aftur? Þurfum við að búast við að svona ríði yfir með reglulegu millibili? Meðan gjaldmiðillinn er króna, hvort sem hún er verðtryggð eða óverðtryggð, þá er eins líklegt að hamfarir með álíka forsendubresti og urðu 2008 hvolfist yfir okkur með reglubundnum hætti í framtíðinni.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun