Þar sem er vilji er vegur –forgangsröðum í þágu heilbrigðismála Karólína Einarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á góðæristímum þegar virkilega var svigrúm til að hlúa að heilbrigðismálunum var skorið niður í þeim mikilvæga málaflokki. Sérstaklega urðu sjúkrahúsin fyrir þeim niðurskurði. Ekki bætti úr skák blóðugi niðurskurðurinn sem tók við eftir hrun og má segja að hann hafi gert útslagið. Afleiðingin birtist okkur í fækkun sjúkrarýma, lokun deilda og jafnvel heilla sjúkrahúsa, auk þess sem starfsfólki fækkaði stórlega. Allt þetta leiddi til þess að verulega hefur dregið úr þjónustu og í raun má segja að allt það uppbyggingarstarf og forvarnarstarf sem hafði þó farið fram á árunum á undan var rifið niður á einu bretti. Þrátt fyrir að fagfólk reyndi að útskýra að þessi niðurskurður kostaði þjóðina mun meira en sparnaðinum nam og myndi stefna öryggi og jafnvel lífi fólks í hættu, einblíndi embættisfólkið á Exel skjölin sín og sagði að þetta væri ill nauðsyn. En var þetta ill nauðsyn? Svarið er nei. Það var vel hægt að hlífa heilbrigðisþjónustunni með réttri forgangsröðun og það hefði átt að gera enda er ljóst að þessi niðurskurður kostaði meira en til sparaðist þegar allt kom til alls. Það voru margir aðrir málaflokkar sem mátti vel skera meira niður og það er með öllu ófyrirgefanlegt og óréttlætanlegt að ráðist var í ónauðsynleg og kostnaðarsöm gæluverkefni á þessum erfiðu tímum. Sem dæmi má nefna að sú upphæð sem var skorin niður hjá heilbrigðisþjónustu úti á landi var sú sama og fór í aðildarumsókn og viðræður við ESB á sama tíma. Með réttum aðgerðum var sem sagt hægt að koma í veg fyrir niðurrifið, óánægjuna, áhættuna og álagið sem lagt var á sjúklinga og starfsfólk. Vilji var allt sem þurfti. Því miður virðist þessi vilji aðeins dúkka upp rétt fyrir kosningar. En eftir kosningar eru það jú flokkshagsmunir, spilling og bittlingar sem ráða því hvernig almanna fé er ráðstafað. Velferðin er sett út í kuldann, eins og venjulega. Á næstu árum þarf að byggja upp það sem var rifið niður og stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til þess. Við verðum líka að mæta þörfinni og koma með úrræði fyrir hópa eins og aldraðra og geðfatlaða og það strax. Fjölga þarf sjúkrarýmum, bæði langtímalegu og skammtímalegu og það verður að gerast út um allt land. Hugmyndir á borð við að gera St. Jósepsspítala að öldrunarsjúkrahúsi verður að skoða alvarlega. Þörfin fyrir slíkt sjúkrahús er brýn og okkur ber að nýta það húsnæði og aðstöðu sem er til víða um landið. Þá verður að tryggja fjármuni til fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu eins og margvíslegra forvarna og koma upp sálfræðiþjónustu á sviði heilsugæslu. Að halda úti góðu heilbrigðiskerfi kann að vera dýrt fyrir samfélagið en á móti kemur að skilvirkt og gott heilbrigðiskerfi sparar líka peninga, sérstaklega þegar litið er til framtíðar. Það er því hagur okkar allra að hlúa ávallt vel að þessum málaflokki og forgangsraða í þágu hans , ekki bara rétt fyrir kosningar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun