Regnboginn svíkur ekki Haraldur Ólafsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ýmsum kann að þykja villugjarnt að ferðast í skógi framboða að þessu sinni. Lítum nánar á. Félagshyggjumegin í litrófi stjórnmálanna er eitt framboð sem hefur æpandi sérstöðu. Það er Regnboginn. Í ranni Regnbogans er fólk sem hefur þá bjargföstu skoðun að heppilegast sé að Íslandi sé til frambúðar stjórnað að fólki sem þiggur umboð sitt frá íbúum landsins, en ekki frá rentukammeri í útlöndum, hvar sem það kann að vera hverju sinni. Nú er sótt að þessu stjórnarfyrirkomulagi af ákafa. Nóg er af vilyrðum um gull og græna skóga ef valdið verður sent þangað sem það verður ekki sótt aftur. Um það er kosið núna. Sérstaða Regnbogans felst í að þar ráða þeir einir húsum sem ekki hafa skipt um skoðun daginn eftir kosningar án þess að nokkuð hafi gerst annað en að kjörstöðum var lokað. Í Regnboganum er enginn sem þegið hefur fúlgur fjár til að smyrja gangverk innlimunar Íslands í verðandi stórríki gömlu evrópsku nýlenduveldanna. Þar hefur heldur enginn boðið áróðursvél þessa sama stórríkis hingað heim svo hún megi með styrk úr ótæmandi sjóðum mylja nýja sannleika til brúks í margumræddri þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt verður til jafnskjótt og vindar verða hagstæðir. Í Regnboganum gera menn sér glögga grein fyrir að ekki þarf að sækja umboð til að hætta umboðslausri vegferð og þar dettur engum í hug að lýðræði felist í að kjósa um afstöðu til erlends stórríkis undir drununum frá áróðursvélum þessa sama stórríkis. Þetta er sérstaða sem vert er að gefa gaum. Ekki spillir svo að Regnbogafólkið vill fara vel með náttúruna.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun