Auðlindaákvæði Framsóknar Jóhann Ársælsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?Umbúðir og innihald Ástæða átakanna um málið er að grundvallarmunur er á því hvert skuli vera innihald ákvæðisins. Sitt hvað eru umbúðir og innihald. Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins reyndar líka til þess hvert innihald ákvæðisins skuli vera kom skýrt fram árið 2006 þegar formenn þessara flokka lögðu fram tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrána. Í því ákvæði var einungis gert ráð fyrir endurgjaldi fyrir nýtingu sem væri ætlað að greiða kostnað af rannsóknum, viðhaldi og verndun auðlindanna. Ekkert endurgjald skyldi vera fyrir verðmæti nýtingarinnar annað en það óverulega veiðigjald sem þá var í gildi. Framsóknarflokkurinn hefur ítrekað flutt frumvarp með nákvæmlega sama innihaldi og boðað var árið 2006 og í greinargerð með því stendur: „Rétt er að leggja áherslu á það, til þess að fyrirbyggja misskilning, að með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki hróflað við stjórnarskrárvörðum eignarrétti eða atvinnuréttindum þeirra sem öðlast hafa slík réttindi nú þegar á grundvelli 1. mgr. 72. gr. og 1. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar. Þvert á móti yrði því slegið föstu, svo sem fram kemur í 3. málsl. 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins, að þegar fengin heimild til afnota eða nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum í þjóðareign teldist til óbeinna eignarréttinda sem njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar eins og hver önnur eignarréttindi.“ Í vetur dró Framsóknarflokkurinn upp þetta sama ákvæði án þess að boða breytingar á því hvert flokkurinn teldi vera innihald þess. Ekkert bendir til að grundvallarafstaða Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins hafi breyst til þess hvert skuli vera innihald ákvæðis í stjórnarskrá. Handhafar kvótans, en ekki almenningur, skulu vera hinir raunverulegu eigendur og hirða arðinn. Þjóðareignarákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vernda forréttindi hinna útvöldu fyrir ásælni útlendinga.Afstaða Samfylkingar Samfylkingin hefur mótað stefnu sem byggir á alvöru þjóðareign og lagt til að útgerðin fái rýmilegan tíma til að aðlagast aðgangi að kvótanum á markaði þar sem hinn raunverulegi eigandi, þjóðin, tæki fullan þátt sem eigandi. Þá grundvallarafstöðu að þjóðin skuli eiga auðlindina í raun má sjá í stefnu flestra framboða og flokka sem bjóða fram til Alþingis annarra en Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Tillaga stjórnlagaráðs Í stjórnlagaráði gerðu menn sér fulla grein fyrir mismunandi afstöðu til þessa ákvæðis og að mikil gjá er milli þings og þjóðar um hvernig nýtingarrétti á kvótanum skuli vera fyrir komið. Eftir mikla yfirvegun var innihald orðanna jafnræði og fullt verð notað til að girða fyrir allan „misskilning“ sem gæti vaknað um hvað ákvæðið fæli í sér. Tillaga stjórnlagaráðs varð því eftirfarandi: „Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nú stefnir í að þeir tveir flokkar sem vilja að núverandi handhafar kvótans hafi ígildi eignarhalds á nýtingu verðmætustu auðlindar þjóðarinnar fái aftur meirihluta á Alþingi. Vilt þú það?
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun