Drengskapur í stjórnmálum Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum. Nú er ég í fyrsta sinn sjálf stödd í miðri hringiðu kosninga sem virkur þátttakandi. Við mér blasir umhverfi og leikreglur sem mér hugnast illa og ganga þvert á það sem mér hefur verið kennt. Það ríkir þegjandi samkomulag um að styrkur felist í því að rægja aðra og skapa vantraust. Sá sem gerir mest af því uppsker að lokum lófaklapp og umboð til að stjórna landinu. Birtingarmyndirnar eru víða og beinast ýmist að persónum eða stjórnmálahreyfingum. Allt er undir og ekkert er heilagt. Nýliðar í stjórnmálum liggja vel við höggi í þessum leik. Svona svipað og nýi strákurinn í bekknum. Það er auðvelt að sannfæra aðra um að hann falli ekki inn í hópinn af því að hann er öðruvísi. Fjölmiðlar taka virkan þátt í leiknum og fyllast um leið eldmóði. Nýlega lét háttvirtur utanríkisráðherra þau orð falla að nýi flokkurinn í bekknum væri án allra pólitískra hugsjóna. Formaður Heimdallar velti því sama fyrir sér á Fésbók sinni. Fullyrti að Björt framtíð hefði byrjað á því að búa til nafn á flokkinn, finna svo fólk á lista og væri nú rétt að byrja að velta fyrir sér hugsjónum. Fésbókarvinum þótti það töff og læk-uðu óspart. Mínar spurningar eru þessar: Skiptir drengskapur máli þegar við veljum okkur ráðamenn? Gefur slík framkoma einhverjar vísbendingar um hvernig þeir nálgast stjórnmál? Skipta kosningaloforð meira máli en vel útfærð framtíðarsýn og markmið? Þetta eru meðal annars þær spurningar sem við verðum að spyrja okkur þegar við göngum til kosninga. Viljum við ríkjandi skipulag eða viljum við breytt stjórnmál? Þar sem styrkur felst í því að sjá hlutina í víðara samhengi, setja sér skýr langtímamarkmið og vinna að þeim saman. Sköpum samfélag sem sættir sig ekki við náttúruspjöll í þágu skammtímahagsmuna. Fögnum fjölbreytni, í allri sinni fegurð. Þar sem við ráðumst á rót vandans – ekki bara sjúkdómseinkennin. Þar sem við klárum skynsamleg verkefni á borð við aðildarviðræður við ESB. Virkjum frumkvæði og sköpum hvata til þess að fólk ráðist sjálft í sköpun og framkvæmdir. Aukum framleiðni og hamingjustig okkar með því að virkja ólíka færni í menntakerfinu. Beinum fólki í hagkvæmari og hentugri úrræði í heilbrigðiskerfinu. Byggjum brú milli fólks og stjórnmála. Göngum óhrædd til kosninga og látum drengskap skipta máli.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun