Öll verðtryggð húsnæðislán eftir 01.11.2007 verða leiðrétt Kjartan Örn Kjartansson skrifar 25. apríl 2013 06:00 XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána, sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember, 2007, þegar almenn verðtryggð, afleiðutengd, neytendalán urðu ólögleg hér á landi eða þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir að allir, sem áttu verðtryggð húsnæðilán eftir þessa dagsetningu munu fá leiðréttingu til dagsins í dag í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá, sem tóku lán sín fyrr eða þá, sem greiddu upp lán sín eftir þann tíma. Allir munu fá leiðréttingu sinna mála frá 01.11.2007. Undanbragðalaust.Bankarnir eða fólkið Seðlabankinn mun stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og skuldbreytir þeim eða endurgreiðir hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli þeirra, sem voru búnir að gera upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf skuldunautum til handa til langs tíma til þess að stilla greiðslubyrðina af við greiðslugetuna. Nýju bréfin verða færð niður til þess, sem þau hefðu verið 01.11.2007 og munu bera 7,65% fasta vexti. Með því að Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01% vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Það er vaxtamunurinn, sem mun greiða upp þessa leiðréttingu. Þannig rennur þessi mismunur því til fólksins en ekki til bankanna, sem hefði verið ef ekkert væri að gert. Stimpil- og uppgreiðslugjöld vegna aðgerðanna verða afnumin og útburðum sýslumanna frestað.Ekki verðbólguhvetjandi Hinn nýi sjóður mun greiða lánardrottnunum, eigendum gömlu bréfanna, bréfin að fullu. Þannig fá þeir allt sitt strax og vandi ÍBLS þar með leystur, en með því að þeim er gert með sérstakri bindiskyldu að geyma fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það fé ekki fara í umferð fyrr en Seðlabankanum þóknast það með stjórn sinni á peningamagni í umferð til þess að ráða við verðbólguna.Þetta svínvirkar Það þarf ekki að skoða eða leita eða kortlegja eitt eða neitt. Það er búið að gera það. Þetta er þaulreynd og þekkt aðferð, sem t.d. lesa má um á Wikipedia.com undir „TARP” og „Quantative easing” eða á www.xg.is undir Kynslóðasáttin. Þetta er eina lausnin, sem er fær eða til er án þess að hækka skatta á alla alþýðu manna eða að það kosti stórfé, sem annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stórmáli, sem svo margir þjást undan og ef það vill að þessum leiðréttingum verði komið á fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri græna með því að setja X við G 27. apríl nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána, sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember, 2007, þegar almenn verðtryggð, afleiðutengd, neytendalán urðu ólögleg hér á landi eða þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir að allir, sem áttu verðtryggð húsnæðilán eftir þessa dagsetningu munu fá leiðréttingu til dagsins í dag í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá, sem tóku lán sín fyrr eða þá, sem greiddu upp lán sín eftir þann tíma. Allir munu fá leiðréttingu sinna mála frá 01.11.2007. Undanbragðalaust.Bankarnir eða fólkið Seðlabankinn mun stofna sérstakan sjóð innan sinna eigin veggja, sem kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og skuldbreytir þeim eða endurgreiðir hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli þeirra, sem voru búnir að gera upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf skuldunautum til handa til langs tíma til þess að stilla greiðslubyrðina af við greiðslugetuna. Nýju bréfin verða færð niður til þess, sem þau hefðu verið 01.11.2007 og munu bera 7,65% fasta vexti. Með því að Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01% vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að komast í jafnvægi. Það er vaxtamunurinn, sem mun greiða upp þessa leiðréttingu. Þannig rennur þessi mismunur því til fólksins en ekki til bankanna, sem hefði verið ef ekkert væri að gert. Stimpil- og uppgreiðslugjöld vegna aðgerðanna verða afnumin og útburðum sýslumanna frestað.Ekki verðbólguhvetjandi Hinn nýi sjóður mun greiða lánardrottnunum, eigendum gömlu bréfanna, bréfin að fullu. Þannig fá þeir allt sitt strax og vandi ÍBLS þar með leystur, en með því að þeim er gert með sérstakri bindiskyldu að geyma fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það fé ekki fara í umferð fyrr en Seðlabankanum þóknast það með stjórn sinni á peningamagni í umferð til þess að ráða við verðbólguna.Þetta svínvirkar Það þarf ekki að skoða eða leita eða kortlegja eitt eða neitt. Það er búið að gera það. Þetta er þaulreynd og þekkt aðferð, sem t.d. lesa má um á Wikipedia.com undir „TARP” og „Quantative easing” eða á www.xg.is undir Kynslóðasáttin. Þetta er eina lausnin, sem er fær eða til er án þess að hækka skatta á alla alþýðu manna eða að það kosti stórfé, sem annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stórmáli, sem svo margir þjást undan og ef það vill að þessum leiðréttingum verði komið á fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri græna með því að setja X við G 27. apríl nk.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar